Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Hoffenheim í þriðja sinn á tímabilinu og lék allan leikinn þegar liðið vann gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Nürnberg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Hoffenheim komst í 1-0 þegar Marvin Compper skallaði inn hornspyrnu Sejad Salihovic en varamaðurinn Christian Eigler tryggði Nürnberg stig með því að skora jöfnunarmark þremur mínútum fyrir leikslok.
Gylfi Þór hafði byrjað á bekknum í níu af ellefu fyrstu leikjum sínum með Hoffenheim en er engu að síður kominn með fimm mörk á tímabilinu.

