Skelfileg byrjun hjá Tottenham í Mílanó en Bale með þrennu í seinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2010 20:30 Samuel Eto'o skoraði tvö mörk í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Internazionale, Manchester United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Franska liðið Lyon er hinsvegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Inter vann 4-3 sigur á Tottenham í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli þar sem úrslitin réðust í rauninni í upphafi leiks. Inter var komið yfir eftir rúma mínútu og orðið manni fleiri sjö mínutum síðar. Inter var síðan 4-0 yfir í hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í seinni hálfleik fyrir tíu manna lið Tottenham. Javier Zanetti kom Inter í 1-0 eftir 70 sekúndur. Hann hóf sóknina sem endaði með að Samuel Eto'o stakk boltanum inn á hann og Argentínumaðurinn skoraði glæsilega. Þetta mark var þó aðeins upphafið af hörmungum Tottenham í upphafi leiks. Á 8. mínútu felldi Gomes, markvörður Spurs, Jonathan Ludovic Biabiany og fékk að launum bæði rautt spjald og víti dæmt á sig. Samuel Eto'o skoraði úr vítinu en þó ekki fyrr en dómarinn var búinn að gefa rétta manninum rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 3-0 áður en það voru liðnar fjórtán mínútur af leiknum og Samuel Eto'o bætti síðan við fjórða markinu á 35. mínútu. Gareth Bale var ekkert hættur þrátt fyrir slæma stöðu og hann skoraði þrennu í seinni hálfleiknum. Fyrri tvö mörk Bale voru keimlík eftir að hann brunaði upp allan vinstri vænginn, fyrst á 52. mínútu og svo á 90. mínútu. Þriðja mark Bale kom síðan í uppbótartíma eftir sendingu frá Aaron Lennon. Tottenham heldur engu að síður 2. sætinu þar sem Twente og Werder Bremen gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Manchester United er komið með tveggja stiga forskot í C-riðli eftir 1-0 sigur á tyrkneska liðinu Bursapor og 1-1 jafntefli hjá Rangers og Valencia í Glasgow. Nani skoraði frábært sigurmark fyrir Manchester United strax á sjöundu mínútu þegar hannfékk boltann 40 metrum frá marki, lék í átt að marknu, lét vaða á 25 metra færi og boltinn söng í marknetinu. Daginn eftir að Cadú skoraði fyrir bæði lið í leik Bayern og Cluj kom það sama fyrir Rangers-manninn Maurice Edu í kvöld. Edu kom Rangers yfir á móti Valencia á 34. mínútu en skallaði boltann síðan eigið mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Barcelona tók toppsætið af danska liðinu FC Kaupamannahöfn með 2-0 sigri í leik liðanna á Nývangi. Barcelona gat þó þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í leiknum. Lionel Messi skoraði bæði mörkin, það fyrra á 19. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig og það seinna í uppbótartíma. Olympique Lyon vann 2-0 sigur á Benfica og hefur því unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. Schalke 04 er í öðru sæti eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv. Raúl González skoraði á sínu fimmtánda tímabili í Meistaradeildinni þegar hann kom Schalke 04 í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik á móti Hapoel Tel Aviv. Raúl bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill Twente-Werder Bremen 1-1 1-0 Theo Janssen (75.), 1-1 Marko Arnautovic (80.)Inter Milan-Tottenham Hotspur 4-3 1-0 Javier Zanetti (2., 2-0 Samuel Eto'o, víti (11.), 3-0 Dejan Stankovic (14.), 4-0 Samuel Eto'o (35.), 4-1 Gareth Bale (52.), 4-2 Gareth Bale (90.), 4-3 Gareth Bale (90.+1)B-riðill Olympique Lyon-Benfica 2-0 1-0 Jimmy Briand (22.), 2-0 Lisandro López (52.)Schalke 04-Hapoel Tel Aviv 3-1 1-0 Raúl Gonzalez (3.), 2-0 Raúl (58.), 3-0 José Manuel Jurado (68.), 3-1 Itay Shechter (90.)C-riðill Glasgow Rangers-Valencia 1-1 1-0 Maurice Edu (34.), 1-1 Sjálfsmark (43.)Manchester United-Bursaspor 1-0 1-0 Nani (7.)D-riðill Barcelona-FC Kaupmannahöfn 2-0 1-0 Lionel Messi (19.), 2-0 1-0 Lionel Messi (90.+2)Panathinaikos-Rubin Kazan 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Internazionale, Manchester United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Franska liðið Lyon er hinsvegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Inter vann 4-3 sigur á Tottenham í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli þar sem úrslitin réðust í rauninni í upphafi leiks. Inter var komið yfir eftir rúma mínútu og orðið manni fleiri sjö mínutum síðar. Inter var síðan 4-0 yfir í hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í seinni hálfleik fyrir tíu manna lið Tottenham. Javier Zanetti kom Inter í 1-0 eftir 70 sekúndur. Hann hóf sóknina sem endaði með að Samuel Eto'o stakk boltanum inn á hann og Argentínumaðurinn skoraði glæsilega. Þetta mark var þó aðeins upphafið af hörmungum Tottenham í upphafi leiks. Á 8. mínútu felldi Gomes, markvörður Spurs, Jonathan Ludovic Biabiany og fékk að launum bæði rautt spjald og víti dæmt á sig. Samuel Eto'o skoraði úr vítinu en þó ekki fyrr en dómarinn var búinn að gefa rétta manninum rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 3-0 áður en það voru liðnar fjórtán mínútur af leiknum og Samuel Eto'o bætti síðan við fjórða markinu á 35. mínútu. Gareth Bale var ekkert hættur þrátt fyrir slæma stöðu og hann skoraði þrennu í seinni hálfleiknum. Fyrri tvö mörk Bale voru keimlík eftir að hann brunaði upp allan vinstri vænginn, fyrst á 52. mínútu og svo á 90. mínútu. Þriðja mark Bale kom síðan í uppbótartíma eftir sendingu frá Aaron Lennon. Tottenham heldur engu að síður 2. sætinu þar sem Twente og Werder Bremen gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Manchester United er komið með tveggja stiga forskot í C-riðli eftir 1-0 sigur á tyrkneska liðinu Bursapor og 1-1 jafntefli hjá Rangers og Valencia í Glasgow. Nani skoraði frábært sigurmark fyrir Manchester United strax á sjöundu mínútu þegar hannfékk boltann 40 metrum frá marki, lék í átt að marknu, lét vaða á 25 metra færi og boltinn söng í marknetinu. Daginn eftir að Cadú skoraði fyrir bæði lið í leik Bayern og Cluj kom það sama fyrir Rangers-manninn Maurice Edu í kvöld. Edu kom Rangers yfir á móti Valencia á 34. mínútu en skallaði boltann síðan eigið mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Barcelona tók toppsætið af danska liðinu FC Kaupamannahöfn með 2-0 sigri í leik liðanna á Nývangi. Barcelona gat þó þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í leiknum. Lionel Messi skoraði bæði mörkin, það fyrra á 19. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig og það seinna í uppbótartíma. Olympique Lyon vann 2-0 sigur á Benfica og hefur því unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. Schalke 04 er í öðru sæti eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv. Raúl González skoraði á sínu fimmtánda tímabili í Meistaradeildinni þegar hann kom Schalke 04 í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik á móti Hapoel Tel Aviv. Raúl bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill Twente-Werder Bremen 1-1 1-0 Theo Janssen (75.), 1-1 Marko Arnautovic (80.)Inter Milan-Tottenham Hotspur 4-3 1-0 Javier Zanetti (2., 2-0 Samuel Eto'o, víti (11.), 3-0 Dejan Stankovic (14.), 4-0 Samuel Eto'o (35.), 4-1 Gareth Bale (52.), 4-2 Gareth Bale (90.), 4-3 Gareth Bale (90.+1)B-riðill Olympique Lyon-Benfica 2-0 1-0 Jimmy Briand (22.), 2-0 Lisandro López (52.)Schalke 04-Hapoel Tel Aviv 3-1 1-0 Raúl Gonzalez (3.), 2-0 Raúl (58.), 3-0 José Manuel Jurado (68.), 3-1 Itay Shechter (90.)C-riðill Glasgow Rangers-Valencia 1-1 1-0 Maurice Edu (34.), 1-1 Sjálfsmark (43.)Manchester United-Bursaspor 1-0 1-0 Nani (7.)D-riðill Barcelona-FC Kaupmannahöfn 2-0 1-0 Lionel Messi (19.), 2-0 1-0 Lionel Messi (90.+2)Panathinaikos-Rubin Kazan 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira