Hinn heimsfrægi Jimmy Jump heldur áfram að sinna sínu áhugamáli af alúð en það er að trufla hina ýmsu viðburði. Sérstaklega hefur maðurinn verið duglegur gegnum árin að hlaupa inn á fótboltavelli meðan leikir eru í gangi.
Fyrir úrslitaleik HM í Suður-Afríku komst hann inn á völlinn rétt fyrir leik og gerði misheppnaða tilraun til að setja húfu á sjálfa verðlaunastyttuna.
Á föstudagskvöld var hann svo mættur á æfingaleik þýska liðsins St. Pauli og Racing Santander. Hann hljóp inn á völlinn með fána St. Pauli og gekk ansi brösuglega hjá öryggisverðum að ná honum.
Smelltu hér til að sjá myndband af þessu uppátæki.