Dóra: Get bara vonað það besta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2010 08:30 Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir mun væntanlega ekkert spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar þar sem hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Í byrjun maímánaðar fékk hún að vita að hún væri með brjóskskemmdir í hné og var fyrirskipað að hvíla það eins vel og mögulegt er. „Það þýðir einfaldlega að ég má ekki hlaupa hvað þá æfa með bolta," segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líka einhverjar taugaskemmdir í fætinum og hef ég verið á fullu í endurhæfingu vegna þessa." Dóra segir að líklega sé um álagsmeiðsli að ræða. „Það var ekkert sérstakt sem gerðist hjá mér. Ég fór í tvær aðgerðir á síðasta ári, í september og desember, þar sem hluti af liðþófanum var tekinn. Það er á þeim stað sem liðþófinn veitir vanalega stuðning sem brjóskskemmdirnar eru. Það er í raun ekki vitað hvenær þetta kom til." Hún mun næst fara í myndatöku hér á landi í ágúst og fær þá vonandi jákvæð svör. „Það eina sem ég get gert er bara að vona það besta og að ég fái jákvæð svör." En þó svo að hún fengi grænt ljós á að byrja að æfa á nýjan leik er ólíklegt að hún myndi ná lokasprettinum á tímabilinu í Svíþjóð. „Þá verða fjórir mánuðir liðnir síðan ég hljóp síðast og þá á ég talsvert langt í land með að koma mér aftur í nægilega gott form." Samningur hennar við Malmö rennur út í lok tímabilsins og alls óvíst hvað tekur við þá. „Ég hef fengið mikinn stuðning hjá öllum í félaginu og ég vil auðvitað vera áfram hér. Þetta er mjög sterkt lið og það hefur gengið mjög vel á tímabilinu. En eins og staðan er nú þýðir ekkert að ræða um mína framtíð. Ég vona auðvitað að liðinu gangi jafn vel á næsta sumri og að ég fái að taka þátt í því þá. En það er alveg ljóst að félagið er ekki að reka neina góðgerðastarfsemi og því algerlega óljóst hvað gerist." Malmö er sem stendur langefst í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er enn taplaust og hefur aðeins gert eitt jafntefli. Þóra B. Helgadóttir er aðalmarkvörður liðsins og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán deildarleikjum í sumar. „Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að missa af tímabilinu. Ég væri mikið til í að taka þátt þessu en það þýðir lítið að tala um það - svona er þetta bara stundum í fótbolta," segir Dóra. Hún hefur einnig sem áður mikinn metnað fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. „Að sjálfsögðu. Ég hefði gert allt til að ná leiknum gegn Frakklandi en mun þess í stað bara mæta á völlinn og öskra úr mér lungun í stúkunni." Ísland mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvellinum þann 21. ágúst næstkomandi um hvort liðið komist áfram upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM 2011. Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir mun væntanlega ekkert spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar þar sem hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Í byrjun maímánaðar fékk hún að vita að hún væri með brjóskskemmdir í hné og var fyrirskipað að hvíla það eins vel og mögulegt er. „Það þýðir einfaldlega að ég má ekki hlaupa hvað þá æfa með bolta," segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líka einhverjar taugaskemmdir í fætinum og hef ég verið á fullu í endurhæfingu vegna þessa." Dóra segir að líklega sé um álagsmeiðsli að ræða. „Það var ekkert sérstakt sem gerðist hjá mér. Ég fór í tvær aðgerðir á síðasta ári, í september og desember, þar sem hluti af liðþófanum var tekinn. Það er á þeim stað sem liðþófinn veitir vanalega stuðning sem brjóskskemmdirnar eru. Það er í raun ekki vitað hvenær þetta kom til." Hún mun næst fara í myndatöku hér á landi í ágúst og fær þá vonandi jákvæð svör. „Það eina sem ég get gert er bara að vona það besta og að ég fái jákvæð svör." En þó svo að hún fengi grænt ljós á að byrja að æfa á nýjan leik er ólíklegt að hún myndi ná lokasprettinum á tímabilinu í Svíþjóð. „Þá verða fjórir mánuðir liðnir síðan ég hljóp síðast og þá á ég talsvert langt í land með að koma mér aftur í nægilega gott form." Samningur hennar við Malmö rennur út í lok tímabilsins og alls óvíst hvað tekur við þá. „Ég hef fengið mikinn stuðning hjá öllum í félaginu og ég vil auðvitað vera áfram hér. Þetta er mjög sterkt lið og það hefur gengið mjög vel á tímabilinu. En eins og staðan er nú þýðir ekkert að ræða um mína framtíð. Ég vona auðvitað að liðinu gangi jafn vel á næsta sumri og að ég fái að taka þátt í því þá. En það er alveg ljóst að félagið er ekki að reka neina góðgerðastarfsemi og því algerlega óljóst hvað gerist." Malmö er sem stendur langefst í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er enn taplaust og hefur aðeins gert eitt jafntefli. Þóra B. Helgadóttir er aðalmarkvörður liðsins og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán deildarleikjum í sumar. „Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að missa af tímabilinu. Ég væri mikið til í að taka þátt þessu en það þýðir lítið að tala um það - svona er þetta bara stundum í fótbolta," segir Dóra. Hún hefur einnig sem áður mikinn metnað fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. „Að sjálfsögðu. Ég hefði gert allt til að ná leiknum gegn Frakklandi en mun þess í stað bara mæta á völlinn og öskra úr mér lungun í stúkunni." Ísland mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvellinum þann 21. ágúst næstkomandi um hvort liðið komist áfram upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM 2011.
Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira