Bayern München hvíldi þá Arjen Robben og Franck Ribery þegar liðið tók á móti Stuttgart í þýsku deildinni í dag. Bayern er að fara að leika gegn Manchester United í Meistaradeildinni á þriðjudag.
Louis van Gaal geymdi tvo sína skæðustu menn á bekknum og það notfærði Stuttgart sér og vann 2-1. Schalke skaust síðan á toppinn með því að leggja Bayer Leverkuson í kvöld 2-0 á útivelli.
Schalke er á toppnum með 58 stig, FC Bayern hefur 56 og Leverkusen er með 53.
Robben var settur inn sem varamaður í leiknum í dag en fór síðan meiddur af velli vegna meiðsla á kálfa og er óvíst hvort hann geti spilað á þriðjudaginn. Ribery kom einnig inn en það dugði ekki til og Stuttgart fagnaði í leikslok.