Olic óstöðvandi og Bayern í úrslit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2010 16:22 Bæjarar fagna fyrsta marki Olic. Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt. Þýska liðið mun sterkara frá upphafi leiks og er verðskuldað komið í úrslit þar sem það mætir annað hvort Inter eða Barcelona. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum má sjá hana hér að neðan. Lyon - FC Bayern 0-3 (0-4 samanlagt) 0-1 Ivica Olic (26. mín), 0-2 Ivica Olic (66.), 0-3 Ivica Olic (78.) Rautt spjald: Cris, Lyon (59.) 86. mín: Lyon er fyrir löngu búið að gefast upp og leikmenn bíða eftir því að leiknum ljúki.78. mín: Olic getur hreinlega ekki hætt að skora og hann var að fullkomna þrennu sína. Að þessu sinni skoraði hann með skalla.76. mín: Bayern er líklegra til að bæta við en Lyon að minnka muninn.66. mín: MARK!!! Olic fær stungusendingu frá Altintop og klárar færið vel eins og svo oft áður. Held við getum lýst því yfir og sagt að Bayern sé komið í úrslitaleikinn.59. mín: Enn syrtir í álinn hjá Lyon sem var að missa Cris af velli með rautt spjald fyrir skrautlega tæklingu.56. mín: Gengur sem fyrr erfiðlega hjá Lyon að opna vörn Bayern sem sækir hratt og Robben var næstum búinn að skora eftir góða skyndisókn.50. mín: Lyon fær ágætt færi en skotið siglir yfir markið. Frakkarnir verða að ná marki snemma til að eiga smá von.Hálfleikur: 0-1 fyrir Bayern sem er 45 mínútum frá sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeau.39. mín: Varnarleikurinn hjá Bayern þéttur og liðið er með öll völd í þessum leik. Frakkarnir þurfa heldur betur að spýta í lófana.31. mín: Bastos fær algjört dauðafæri í teig Bayern en setur boltann fram hjá markinu. Lyon hefur ekki efni á að klúðra svona færum.26. mín: MARK!!! Ivica Olic kemur FC Bayern yfir með skoti úr teignum. Bayern spilaði vel í teiginn, Muller gaf á Olic sem kláraði færið sitt vel. Bayern með annan fótinn í úrslitaleiknum enda þarf Lyon nú að skora þrjú mörk og halda markinu hreinu á sama tíma ætli liðið sér í úrslit.23. mín: Leikurinn hefur róast nokkuð eftir fjöruga byrjun. Bayern sækir meira ef eitthvað er.10. mín: Leikurinn er mjög fjörugur og bæði lið reyna að sækja og leikurinn því opinn og skemmtilegur. Við gætum séð einhver mörk hér í kvöld.2. mín: Bayern byrjar með látum og Thomas Muller fékk dauðafæri strax í upphafi leiks en á einhvern óskilanlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum fram hjá markinu. Byrjunarlið Lyon: Hugo Lloris, Jean-Alain Boumsong, Cris, Aly Cissokho. Anthony Reveillere, Jean Makoun, Maxime Gonalons, Lisandro Lopez, César Delgado, Michel Bastos, Sidney Govou. Byrjunarlið Bayern: Jörg Butt, Holger Badstuber, Daniel Van Buyten, Diego Contento, Philipp Lahm, Mark Van Bommel, Bastian Schweinsteiger, Arjen Robben, Hamit Altintop, Ivica Olic, Thomas Muller. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Sjá meira
Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt. Þýska liðið mun sterkara frá upphafi leiks og er verðskuldað komið í úrslit þar sem það mætir annað hvort Inter eða Barcelona. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum má sjá hana hér að neðan. Lyon - FC Bayern 0-3 (0-4 samanlagt) 0-1 Ivica Olic (26. mín), 0-2 Ivica Olic (66.), 0-3 Ivica Olic (78.) Rautt spjald: Cris, Lyon (59.) 86. mín: Lyon er fyrir löngu búið að gefast upp og leikmenn bíða eftir því að leiknum ljúki.78. mín: Olic getur hreinlega ekki hætt að skora og hann var að fullkomna þrennu sína. Að þessu sinni skoraði hann með skalla.76. mín: Bayern er líklegra til að bæta við en Lyon að minnka muninn.66. mín: MARK!!! Olic fær stungusendingu frá Altintop og klárar færið vel eins og svo oft áður. Held við getum lýst því yfir og sagt að Bayern sé komið í úrslitaleikinn.59. mín: Enn syrtir í álinn hjá Lyon sem var að missa Cris af velli með rautt spjald fyrir skrautlega tæklingu.56. mín: Gengur sem fyrr erfiðlega hjá Lyon að opna vörn Bayern sem sækir hratt og Robben var næstum búinn að skora eftir góða skyndisókn.50. mín: Lyon fær ágætt færi en skotið siglir yfir markið. Frakkarnir verða að ná marki snemma til að eiga smá von.Hálfleikur: 0-1 fyrir Bayern sem er 45 mínútum frá sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeau.39. mín: Varnarleikurinn hjá Bayern þéttur og liðið er með öll völd í þessum leik. Frakkarnir þurfa heldur betur að spýta í lófana.31. mín: Bastos fær algjört dauðafæri í teig Bayern en setur boltann fram hjá markinu. Lyon hefur ekki efni á að klúðra svona færum.26. mín: MARK!!! Ivica Olic kemur FC Bayern yfir með skoti úr teignum. Bayern spilaði vel í teiginn, Muller gaf á Olic sem kláraði færið sitt vel. Bayern með annan fótinn í úrslitaleiknum enda þarf Lyon nú að skora þrjú mörk og halda markinu hreinu á sama tíma ætli liðið sér í úrslit.23. mín: Leikurinn hefur róast nokkuð eftir fjöruga byrjun. Bayern sækir meira ef eitthvað er.10. mín: Leikurinn er mjög fjörugur og bæði lið reyna að sækja og leikurinn því opinn og skemmtilegur. Við gætum séð einhver mörk hér í kvöld.2. mín: Bayern byrjar með látum og Thomas Muller fékk dauðafæri strax í upphafi leiks en á einhvern óskilanlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum fram hjá markinu. Byrjunarlið Lyon: Hugo Lloris, Jean-Alain Boumsong, Cris, Aly Cissokho. Anthony Reveillere, Jean Makoun, Maxime Gonalons, Lisandro Lopez, César Delgado, Michel Bastos, Sidney Govou. Byrjunarlið Bayern: Jörg Butt, Holger Badstuber, Daniel Van Buyten, Diego Contento, Philipp Lahm, Mark Van Bommel, Bastian Schweinsteiger, Arjen Robben, Hamit Altintop, Ivica Olic, Thomas Muller.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Sjá meira