Skera tærnar af? Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar 2. nóvember 2010 06:00 Í sögunni um Öskubusku voru tær og hæll sneidd af til að skór passaði á fót. Grikkir sögðu forðum frá Prokrustes, sem teygði fórnarlömb sín eða hjó af þeim fætur til að þeir pössuðu í legstæði. Svona sögur voru mönnum áminning um að óhentugir staðlar valda skaða. Nú hafa - í góðri trú - verið settar fram á vegum Reykjavíkurborgar tillögur um skóla og lífsskoðanir. Meina á börnum að fara í fermingarbarnaferðir á skólatíma og banna á að trúarritum verði útbýtt í skólum. Banna á bænir, sálmasöng og listsköpun í trúarlegum tilgangi í skólunum. Prestar verði ekki í áfallateymum. Þetta er stefna, sem virðist skera trú frá skólum. Í tillögunum er úthýst í stað þess að auðga með fjölbreytni. Þar er þrengt en ekki víkkað, þar er lokað í stað þess að opna. Tillögur, sem þjóna mannréttindum og þörfum samfélags ekki vel, þarf að endurskoða. Frelsi til trúar er mikilvægt en líka frelsi til trúleysis. Skólar eiga að virða ólíka afstöðu barna og foreldra þeirra til lífsskoðana. Réttur eins má ekki að vera á kostnað annars. Minnihlutahópur á ekki að kúga meirihluta. Þjóðkirkjan hefur verið afslöppuð í samskiptum við skóla. En hún hafnar að skólar séu tæki í þágu stjórnmálahreyfingar, einnar lífsskoðunar, einhverrar menningarbyltingar eða trúarstefnu. En hún hvetur til, að skólar vinni með ábyrgu fagfólki annarra stofnana og hreyfinga þegar hlutverk eru skýr og samskiptahættir vel skilgreindir. Trúarleg fjölbreytni vex í samfélagi okkar Íslendinga. Umburðarlyndi í trúarefnum og gagnvart mismunandi lífsskoðunum verður ekki til með gettómyndun og aflokun, heldur fremur við kynni, tengsl og opnun. Lærum af mistökum nágrannaþjóða okkar. Samfélaginu er lífsnauðsyn að skólarnir taki þátt í mótun fjölmenningarsamfélags. Skólum á ekki að loka og ala þar með á ótta og átökum, heldur ætti að fjölga heimsóknum fólks með ólíkar lífsskoðanir. Efla þarf kynningu á mismunandi trú og trúariðkun. Kristnin boðar virðingu gagnvart fólki og mismunandi trú. Í stað þess að loka ættu ráð borgarinnar að hvetja til kynningar lífsskoðana til að Reykvíkingar framtíðar verði betur færir um að meta með þroskuðum hætti trú og trúleysi, gildi, dyggðir og lesti. Óttumst ekki margbreytileikann, heldur fögnum honum og eflum traustið. Leyfum stjúpunum, Öskubuskunum, öllum systrum og bræðrum stórfjölskyldunnar að fara á ballið í sínum fötum, dansa með sínum hætti og án þess að eiga á hættu að missa tær, hæla, svo ekki sé nú talað um fætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun
Í sögunni um Öskubusku voru tær og hæll sneidd af til að skór passaði á fót. Grikkir sögðu forðum frá Prokrustes, sem teygði fórnarlömb sín eða hjó af þeim fætur til að þeir pössuðu í legstæði. Svona sögur voru mönnum áminning um að óhentugir staðlar valda skaða. Nú hafa - í góðri trú - verið settar fram á vegum Reykjavíkurborgar tillögur um skóla og lífsskoðanir. Meina á börnum að fara í fermingarbarnaferðir á skólatíma og banna á að trúarritum verði útbýtt í skólum. Banna á bænir, sálmasöng og listsköpun í trúarlegum tilgangi í skólunum. Prestar verði ekki í áfallateymum. Þetta er stefna, sem virðist skera trú frá skólum. Í tillögunum er úthýst í stað þess að auðga með fjölbreytni. Þar er þrengt en ekki víkkað, þar er lokað í stað þess að opna. Tillögur, sem þjóna mannréttindum og þörfum samfélags ekki vel, þarf að endurskoða. Frelsi til trúar er mikilvægt en líka frelsi til trúleysis. Skólar eiga að virða ólíka afstöðu barna og foreldra þeirra til lífsskoðana. Réttur eins má ekki að vera á kostnað annars. Minnihlutahópur á ekki að kúga meirihluta. Þjóðkirkjan hefur verið afslöppuð í samskiptum við skóla. En hún hafnar að skólar séu tæki í þágu stjórnmálahreyfingar, einnar lífsskoðunar, einhverrar menningarbyltingar eða trúarstefnu. En hún hvetur til, að skólar vinni með ábyrgu fagfólki annarra stofnana og hreyfinga þegar hlutverk eru skýr og samskiptahættir vel skilgreindir. Trúarleg fjölbreytni vex í samfélagi okkar Íslendinga. Umburðarlyndi í trúarefnum og gagnvart mismunandi lífsskoðunum verður ekki til með gettómyndun og aflokun, heldur fremur við kynni, tengsl og opnun. Lærum af mistökum nágrannaþjóða okkar. Samfélaginu er lífsnauðsyn að skólarnir taki þátt í mótun fjölmenningarsamfélags. Skólum á ekki að loka og ala þar með á ótta og átökum, heldur ætti að fjölga heimsóknum fólks með ólíkar lífsskoðanir. Efla þarf kynningu á mismunandi trú og trúariðkun. Kristnin boðar virðingu gagnvart fólki og mismunandi trú. Í stað þess að loka ættu ráð borgarinnar að hvetja til kynningar lífsskoðana til að Reykvíkingar framtíðar verði betur færir um að meta með þroskuðum hætti trú og trúleysi, gildi, dyggðir og lesti. Óttumst ekki margbreytileikann, heldur fögnum honum og eflum traustið. Leyfum stjúpunum, Öskubuskunum, öllum systrum og bræðrum stórfjölskyldunnar að fara á ballið í sínum fötum, dansa með sínum hætti og án þess að eiga á hættu að missa tær, hæla, svo ekki sé nú talað um fætur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun