Kolbeinn Proppé: Forsetinn gegn þjóðinni Kolbeinn Proppé skrifar 21. apríl 2010 06:00 Merkilegt ástand skapaðist í upphaf síðustu viku á Íslandi. Þau bjartsýnustu höfðu vonað að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, loksins þegar hún kæmi út, brygði einhverri ljóstíru á orsakir efnahagshrunsins. Þau svartsýnustu töldu hana gagnlausa. Enginn þorði að vona að í henni væri að finna það sem hún reyndist síðan geyma; heiðarlegt uppgjör við alla kima samfélagsins. Háa og lága, stjórnmál og eftirlitsstofnanir, þátttakendur og þá sem ekkert gerðu, bankamenn og stjórnendur banka. Allir fengu sinn skerf af gagnrýni. Og sátt skapaðist. Það skapaðist sumsé sátt um að hér væri kominn grundvöllur endurreisnarinnar. Hérna færi fram opinská gagnrýni og heiðarleg tilraun til uppgjörs við fortíðina. Tilraun sem tókst. Jafnvel glytti í nýja tíma. en þá steig fram forseti lýðveldisins herra Ólafur Ragnar Grímsson. Það vill nefnilega svo til að í skýrslunni eru þau almæli tíunduð að forsetinn skjallaði útrásina. Lagði land undir fót og hélt innblásnar ræður um eðli Íslendinga sem gerði þá að sönnum fjármálasnillingum. Gaf þeim blessun embættis forseta Íslands; gjörið svo vel, eðli ykkar er að fara og sigra aðrar þjóðir og græða fé. Þetta var ekkert leyndarmál, ræðurnar má enn lesa á heimasíðu forsetans. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum stjórnmálamaður, var hins vegar ekki sáttur við þessa gagnrýni. Hann mætti, sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti, í viðtöl og reifst við fjölmiðlamenn. Benti á mistök hér, það var ekki þessi flugvél, og þar, ég hitti ekki þennan mann heldur bróður hans. Með þessu reyndi hann að gera hlut Ólafs Ragnars Grímssonar betri. gjaldið sem hann var tilbúinn að greiða fyrir það var sá sáttagrundvöllur sem skapast hafði með þjóðinni. Því um leið og Ólafur Ragnar Grímsson pikkar í skýrsluna og bendir á ónákvæmni - sem í raun engu skiptir í stóra samhenginu - er hann að draga niðurstöður skýrslunnar í efa. Það er umhugsunarvert að fyrsti maðurinn til að draga réttmæti skýrslunnar í efa skuli vera forseti lýðveldisins. Hans eina hlutverk í lífinu er að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Hann hefur svo sem sýnt það að honum hefur gengið illa í því hlutverki. En er til of mikils mælst að hann hætti að vinna beinlínis gegn þjóðinni? Jafnvel þótt það varði einkahagsmuni Ólafs Ragnars Grímssonar sjálfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun
Merkilegt ástand skapaðist í upphaf síðustu viku á Íslandi. Þau bjartsýnustu höfðu vonað að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, loksins þegar hún kæmi út, brygði einhverri ljóstíru á orsakir efnahagshrunsins. Þau svartsýnustu töldu hana gagnlausa. Enginn þorði að vona að í henni væri að finna það sem hún reyndist síðan geyma; heiðarlegt uppgjör við alla kima samfélagsins. Háa og lága, stjórnmál og eftirlitsstofnanir, þátttakendur og þá sem ekkert gerðu, bankamenn og stjórnendur banka. Allir fengu sinn skerf af gagnrýni. Og sátt skapaðist. Það skapaðist sumsé sátt um að hér væri kominn grundvöllur endurreisnarinnar. Hérna færi fram opinská gagnrýni og heiðarleg tilraun til uppgjörs við fortíðina. Tilraun sem tókst. Jafnvel glytti í nýja tíma. en þá steig fram forseti lýðveldisins herra Ólafur Ragnar Grímsson. Það vill nefnilega svo til að í skýrslunni eru þau almæli tíunduð að forsetinn skjallaði útrásina. Lagði land undir fót og hélt innblásnar ræður um eðli Íslendinga sem gerði þá að sönnum fjármálasnillingum. Gaf þeim blessun embættis forseta Íslands; gjörið svo vel, eðli ykkar er að fara og sigra aðrar þjóðir og græða fé. Þetta var ekkert leyndarmál, ræðurnar má enn lesa á heimasíðu forsetans. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum stjórnmálamaður, var hins vegar ekki sáttur við þessa gagnrýni. Hann mætti, sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti, í viðtöl og reifst við fjölmiðlamenn. Benti á mistök hér, það var ekki þessi flugvél, og þar, ég hitti ekki þennan mann heldur bróður hans. Með þessu reyndi hann að gera hlut Ólafs Ragnars Grímssonar betri. gjaldið sem hann var tilbúinn að greiða fyrir það var sá sáttagrundvöllur sem skapast hafði með þjóðinni. Því um leið og Ólafur Ragnar Grímsson pikkar í skýrsluna og bendir á ónákvæmni - sem í raun engu skiptir í stóra samhenginu - er hann að draga niðurstöður skýrslunnar í efa. Það er umhugsunarvert að fyrsti maðurinn til að draga réttmæti skýrslunnar í efa skuli vera forseti lýðveldisins. Hans eina hlutverk í lífinu er að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Hann hefur svo sem sýnt það að honum hefur gengið illa í því hlutverki. En er til of mikils mælst að hann hætti að vinna beinlínis gegn þjóðinni? Jafnvel þótt það varði einkahagsmuni Ólafs Ragnars Grímssonar sjálfs.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun