Þriðja umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld og þekktustu félögin til að falla úr keppni voru skoska liðið Celtic og tyrkneska liðið Fenerbahce.
Fenerbahce tapaði óvænt 0-1 á heimavelli á móti svissneska liðinu Young Boys og það dugði ekki Celtic að vinna 2-1 sigur á Braga frá Portúgal þar sem liðið tapaði fyrri leiknum 3-0.
Dynamo Kiev, Salzburg, Basel, Sparta Prag og Partizan Belgrade komust öll áfram en það munaði litlu að Ajax dytti úr keppni eftir að liðið missti niður gott forskot í lokin.
Ajax fór á endanum áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir 3-3 jafntefli á móti PAOK Salonika í dramatískum leik í kvöld. Ajax komst í 3-1 í leiknum og fékk á sig jöfnunarmarkið í uppbótartíma.
Úrslit í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld:
HJK Helsinki-Partizan Belgrade 1-2 (1-5 samanlagt)
Zenit St Petersburg-Unirea Urziceni 1-0 (1-0)
FC Kaupmannahöfn-BATE Borisov 3-2 (3-2)
Zilina-Litex Lovech 3-1 (4-2)
Basel-Debrecen 3-1 (5-1)
Dinamo Zagreb-Sheriff Tiraspol 1-1 (Sheriff Tiraspol vann 6-5 í vítakeppni)
Lech Poznan-Sparta Prag 0-1 (0-2)
Fenerbahce-Young Boys 0-1 (2-3)
Salzburg-Omonia Nicosia 4-1 (5-2)
Ghent-Dynamo Kiev 1-3 (1-6)
Celtic-Braga 2-1 (2-4)
PAOK Salonika-Ajax Amsterdam 3-3 (4-4, Ajax áfram á útivallarmörkum)
Rosenborg-AIK Stockholm 3-0 (4-0)=
Leikir í gær
Anderlecht-The New Saints 3-0 (6-1)
Hapoel Tel Aviv-Aktobe Lento 3-1 (3-2)
Ajax fór áfram en Celtic og Fenerbahce eru úr leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti



„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
