Liverpool-liðið er komið til Madrid og getur nú byrjað formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn á móti Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fer á morgun. Liverpool gat ekki flogið nema allra síðasta hluta ferðarinnar vegna öskufallsins úr eldstöðinni í Eyjafjallajökli.
Liverpool-liðið lagði af stað til Madridar frá lestarstöðinni Runcorn í Liverpool klukkan 12.04 af íslenskum tíma í gær og lenti á flugvellinum í Madrid rúmum sólarhring síðar.
Í millitíðinni hafði liðið farið með lest frá Liverpool til Parísar, gist eina nótt í París, farið með annarri lest frá París til Bordeaux og loksins flogið síðasta spölinn frá Bordeaux til Madrid.
Liverpool-liðið er komið í mark í maraþoninu suður eftir Evrópu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn