Lífið

Metallica vaknar til lífsins

metallica Rokkararnir ætla að semja efni á nýja plötu á næsta ári.
metallica Rokkararnir ætla að semja efni á nýja plötu á næsta ári.

Rokkararnir í Metallica ætla að byrja að semja efni á sína tíundu hljóðversplötu á næsta ári. Tvö ár eru liðin síðan Death Magnetic kom út en á henni mátti greina afturhvarf til fyrri verka sveitarinnar.

Metallica er þessa dagana að ljúka við tónleikaferð sína um heiminn vegna Death Magnetic. Trommarinn Lars Ulrich hlakkar til að kíkja í hljóðverið á nýjan leik til að leggja grunninn að enn einni plötunni.

„Það er margt í bígerð árið 2011 en það helsta er að við viljum byrja að semja aftur,“ sagði Ulrich.

„Við höfum ekkert samið síðan 2006 eða 2007 og við viljum fara að skapa eitthvað á nýjan leik. Núna erum við bara að slaka á en síðan förum við á fullt í mars eða apríl.“

Trommarinn bætti því við að hljómsveitin vildi halda áfram að stíga á svið með Slayer, Anthrax og Mega­deth. Þeir tónleikar hafa hingað til verið haldnir í Evrópu en Ulrich vonast til að ferðinni verði næst heitið til Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×