Síðasta sort Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2010 06:00 Takers er í sama sjónræna gæðaflokki og myndbandið úr fermingarveislu frænda þíns. Bíó * Takers Leikstjóri: John Luessenhop. Aðalleikarar: Matt Dillon, Idris Elba, Chris Brown, Hayden Christensen, Paul Walker, Jay Hernandez, T.I. Takers segir frá hópi ræningja sem stela hverju góssinu á fætur öðru og lögreglumönnunum sem reyna árangurslaust að góma þá. Þegar gamall félagi bófanna losnar úr fangelsi leggja ræningjarnir á ráðin um sitt safaríkasta rán til þessa. Mun þeim takast það? Mér var allavega alveg sama. Ég veit ekki hvar er best að byrja. Handrit myndarinnar er illa skrifað, persónusköpun er engin og samtölin eru svo klaufaleg að áhorfandinn gleymir því nánast hversu lélegir leikararnir eru sem leika þau. Tónlistin er óþolandi og kraumar undir myndinni allan tímann. Fyrri hluti myndarinnar er eins og löng sjónvarpsauglýsing frá Herragarðinum. Bófarnir spígspora um í jakkafötum, reykja vindla og rembast við töffaraskapinn líkt og hópur menntaskólapilta sem slegið hafa saman í limósínu fyrir busaball. Seinni hlutinn er ein löng og illa útfærð hasarsena þar sem ómögulegt er að greina hetjur frá illmennum sökum myndavélarhristings og annars áreitis. Undanfarin misseri hafa margir framsæknir kvikmyndagerðarmenn náð ágætis tökum á hinni stafrænu myndavélartækni. Takers notast við slíka tækni en misheppnast algjörlega. Takers er í sama sjónræna gæðaflokki og myndbandið úr fermingarveislu frænda þíns. Manstu? Pabbi þinn var kominn aðeins í glas og lét litlu systur þína halda á myndavélinni. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur. Takers er í alvörunni svona léleg. Niðurstaða: Versta mynd ársins. Gæfi henni hauskúpu ef ég gæti. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó * Takers Leikstjóri: John Luessenhop. Aðalleikarar: Matt Dillon, Idris Elba, Chris Brown, Hayden Christensen, Paul Walker, Jay Hernandez, T.I. Takers segir frá hópi ræningja sem stela hverju góssinu á fætur öðru og lögreglumönnunum sem reyna árangurslaust að góma þá. Þegar gamall félagi bófanna losnar úr fangelsi leggja ræningjarnir á ráðin um sitt safaríkasta rán til þessa. Mun þeim takast það? Mér var allavega alveg sama. Ég veit ekki hvar er best að byrja. Handrit myndarinnar er illa skrifað, persónusköpun er engin og samtölin eru svo klaufaleg að áhorfandinn gleymir því nánast hversu lélegir leikararnir eru sem leika þau. Tónlistin er óþolandi og kraumar undir myndinni allan tímann. Fyrri hluti myndarinnar er eins og löng sjónvarpsauglýsing frá Herragarðinum. Bófarnir spígspora um í jakkafötum, reykja vindla og rembast við töffaraskapinn líkt og hópur menntaskólapilta sem slegið hafa saman í limósínu fyrir busaball. Seinni hlutinn er ein löng og illa útfærð hasarsena þar sem ómögulegt er að greina hetjur frá illmennum sökum myndavélarhristings og annars áreitis. Undanfarin misseri hafa margir framsæknir kvikmyndagerðarmenn náð ágætis tökum á hinni stafrænu myndavélartækni. Takers notast við slíka tækni en misheppnast algjörlega. Takers er í sama sjónræna gæðaflokki og myndbandið úr fermingarveislu frænda þíns. Manstu? Pabbi þinn var kominn aðeins í glas og lét litlu systur þína halda á myndavélinni. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur. Takers er í alvörunni svona léleg. Niðurstaða: Versta mynd ársins. Gæfi henni hauskúpu ef ég gæti.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira