Handbolti

Búið að draga í 16 liða úrslit Eimskipsbikarsins í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsliðin mætast í bikarnum.
Valsliðin mætast í bikarnum. Mynd/Stefán
Það var dregið í Eimskipsbikarnum í handbolta í hádeginu en framundan eru leikir í í 16 liða úrslitum karla og kvenna. Valsliðin drógust saman í karlaflokki en stórleikurinn er á milli N1 deildar liða Akureyrar og Aftureldingar. Í kvennaflokki eru þrjár viðureignir á milli liða í N1 deild kvenna.

Bikarmeistarar karla í Haukum fara til Vestmannaeyja þar sem þeir mæta b-liði ÍBV en bikarmeistarar Fram í kvennaflokki sitja hjá ásamt Val og sameiginlegu lið Fjölnis/Aftureldingar. Leikirnir á milli liða í N1 deild kvenna eru ÍBV-Haukar, Grótta-HK og FH-Fylkir.



Eimskipsbikar karla - 16 liða úrslit


Haukar 2 - Víkingur

Hamrarnir (Akureyri) - Selfoss

Grótta - FH

ÍBV 2 - Haukar

ÍR 2 - Fram

ÍR - Stjarnan

Akureyri - Afturelding

Valur 2 - Valur

Leikið verður 14. og 15. nóvember.



Eimskipsbikar kvenna - 16 liða úrslit


KA/Þór - Stjarnan

Valur 2 - ÍR

ÍBV - Haukar

Grótta - HK

FH - Fylkir

Fram, Valur og sameiginlegt lið Fjölnis/Aftureldingar sitja hjá í 16 liða úrslitum í Eimskipsbikar kvenna. Leikið verður 9. og 10. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×