Button vill skýra mynd á reglurnar 9. september 2010 15:50 Jenson Button á blaðamannafundi í Monza í dag. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að FIA verði að endurskoða reglur um liðsskipanir hratt og örugglega, eftir að hafa birt lokaniðurstöðuna um brot Ferrari í þýska kappakstrinum á dögunum. Ferrari var dæmt í fjársekt, en slapp við frekari refsingu. Dómarar í þýska kappakstrinum töldu að Ferrari hefði látið Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu, sem er brot á banni bið liðsskipunum. FIA tók málið fyrir í gær og refsaði liðinu ekki umfram 100.000 dala sekt sem liðið var dæmt í á mótsstað. "Það er ekki undir okkur ökumönnum komið hvernig þessi mála fara, heldur FIA sem stjórnar mótum. En það er mikilvægt að við fáum skýra mynd á reglurnar, þannig að við séum allir að vinna með sömu aðferðum", sagði Button um niðurstöðu FIA frá því í gær í frétt á autosport.com. Button er meðal fimm ökumanna í slag um meistaratitilinn og 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton. Sex mót eru eftir og næsta keppni á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. Þrátt fyrir að vera nokkuð á eftir, þá telur Button að hann eigi enn möguleika á titlinum. "Þetta getur auðveldlega snúist. Forystumaðurinn þarf að ganga illa í einu móti, en það er nauðsynlegt að stefna á sigur í hverju móti sem eftir er. Þetta er aldrei búið fyrir öll stigin hafa verið tekinn til greina og þetta er galopið ennþá." "Ég tel að við séum í sterkri stöðu og bíllinn virkar vel og var fljótastur á Spa brautinni. Ég er mjög jákvæður fyrir endasprettinn og hræðumst ekki neitt", sagði Button meðal annars í viðtalinu á autosport.com. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að FIA verði að endurskoða reglur um liðsskipanir hratt og örugglega, eftir að hafa birt lokaniðurstöðuna um brot Ferrari í þýska kappakstrinum á dögunum. Ferrari var dæmt í fjársekt, en slapp við frekari refsingu. Dómarar í þýska kappakstrinum töldu að Ferrari hefði látið Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu, sem er brot á banni bið liðsskipunum. FIA tók málið fyrir í gær og refsaði liðinu ekki umfram 100.000 dala sekt sem liðið var dæmt í á mótsstað. "Það er ekki undir okkur ökumönnum komið hvernig þessi mála fara, heldur FIA sem stjórnar mótum. En það er mikilvægt að við fáum skýra mynd á reglurnar, þannig að við séum allir að vinna með sömu aðferðum", sagði Button um niðurstöðu FIA frá því í gær í frétt á autosport.com. Button er meðal fimm ökumanna í slag um meistaratitilinn og 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton. Sex mót eru eftir og næsta keppni á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. Þrátt fyrir að vera nokkuð á eftir, þá telur Button að hann eigi enn möguleika á titlinum. "Þetta getur auðveldlega snúist. Forystumaðurinn þarf að ganga illa í einu móti, en það er nauðsynlegt að stefna á sigur í hverju móti sem eftir er. Þetta er aldrei búið fyrir öll stigin hafa verið tekinn til greina og þetta er galopið ennþá." "Ég tel að við séum í sterkri stöðu og bíllinn virkar vel og var fljótastur á Spa brautinni. Ég er mjög jákvæður fyrir endasprettinn og hræðumst ekki neitt", sagði Button meðal annars í viðtalinu á autosport.com. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira