FH er komið í fjórðungsúrslit Eimskipsbikarkeppni karla eftir sigur á Gróttu í kvöld, 30-23.
1. deildarlið Gróttu náði þó að halda í við meistaraefnin í FH en staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn, 13-13.
FH-ingar stungu svo af í síðari hálfleik og unnu sem fyrr segir sjö marka sigur.
Ólafur Guðmundsson fór mikinn fyrir FH og skoraði ellefu mörk. Hjalti Þór Pálmason skoraði níu mörk fyrir Gróttu.
Grótta - FH 23-30 (13-13)
Mörk Gróttu: Hjalti Þór Pálmason 9, Hjálmar Árnason 6, Árni Benedikt Árnason 3, Þórir Jökull Finnbogason 2, Sigurður Eggertsson 2, Friðgeir Elí Jónasson 1.
Mörk FH: Ólafur Guðmundsson 11, Ásbjörn Friðriksson 8, Atli Rúnar Steinþórsson 4, Hermann Ragnar Björnsson 3, Logi Geirsson 2, Ísak Rafnsson 1, Bogi Eggertsson 1.