Lífið

Leikstjóri fundinn

Leikstýrir ofurmenninu Zack Snyder hefur verið ráðinn leikstjóri næstu kvikmyndar um Ofurmennið.
Leikstýrir ofurmenninu Zack Snyder hefur verið ráðinn leikstjóri næstu kvikmyndar um Ofurmennið.

Leikstjóri 300 og Watchmen, Zack Snyder, hefur verið ráðinn leikstjóri næstu Superman-myndarinnar.

Það er Chris Nolan, heilinn á bak við endurreisn Leðurblökumannsins, sem mun framleiða myndina, en það hefur lengi staðið til að reisa við Ofurmennið, dáðustu ofurhetju allra tíma. Bryan Singer gerði heiðarlega tilraun og kvikmynd hans með Brandon Routh og Kevin Spacey var alls ekki vond, hún var bara ekki nógu góð með heldur barnalegum endi.

Snyder hefur unnið þrekvirki með ákaflega stíliseraðar kvikmyndir og ljóst að handbragð hans verður vel þegið á kórdrenginn Clark Kent. Það var vefsíðan Deadline.com sem greindi frá ráðningu Snyders en það er David Goyer sem mun skrifa handritið að myndinni. Goyer þessi á einmitt einnig heiðurinn af handritum Batman Begins og Dark Knight.

Á imdb.com er greint frá söguþræði myndarinnar en hann ku víst vera á þá leið að Clark hafi þvælst um allan heim í leit að sjálfum sér en þegar hann snýr aftur til Metropolis áttar hann sig á því að þar er hans heimili. Ekki er þó ljóst hvort þessi söguþráður sé réttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×