Lífið

Barnaflækjur í bíóhúsum

Ólétt Jennifer Aniston gengur með barn besta vinar síns án þess að vita af því í gamanmyndinni The Switch.
Ólétt Jennifer Aniston gengur með barn besta vinar síns án þess að vita af því í gamanmyndinni The Switch.

Þeir sem hafa gaman af flóknum fjölskyldumynstrum og barneignum ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í kvikmyndahúsum borgarinnar því tvær myndir, The Kids Are Alright og The Switch, verða frumsýndar um helgina.

Fyrri myndin er á öllu alvarlegri og dramatískari nótunum og fjallar um systkinin Joni og Laser sem eru alin upp af tveimur mæðrum. Þau ákveða að finna líffræðilegan föður sinn, með ófyrirséðum afleiðingum. Með aðalhlutverkin fara þau Julianne Moore, Annette Bening og Mark Ruffalo auk Miu Wasikowska og Josh Hutcherson. Leikstjóri myndarinnar er Lisa Cholodenko sem hefur að mestu leyti leikstýrt í sjónvarpi, meðal annars þáttum á borð við Hung, The L Word og Six Feet Under.

Hin myndin er í aðeins léttari kantinum og heitir The Switch. Hún skartar þeim Jason Bateman og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum. Myndin segir frá Wally Mars, sem fréttir að besta vinkona hans hafi fengið sæði og vilji verða ólétt.

Hann ákveður að skipta á því sæði og sínu eigin og verður því óvænt faðir í fyrsta sinn. Leikstjóri myndarinnar eru Josh Gordon og Will Speck sem gerðu hina sprenghlægilegu Blades of Glory.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×