Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað marka Hoffenheim þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Wolfsburg á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Gylfi skoraði síðara mark Hoffenheim í fyrri hálfleik, á 40. mínútu, af stuttu færi, og kom sínum mönnum í 2-0. Luiz Gustavo hafði komið Hoffenheim yfir með marki fimm mínútum áður.
Edin Dzeko skoraði svo jöfnunarmark Wolfsburg í uppbótartíma en Diego minnkaði muninn með marki á 75. mínútu.
Þetta er sjötta mark Gylfa í þýsku úrvalsdeildinni en var þó í dag aðeins í fjórða sinn í byrjunarliði Hoffenheim í deildarleik.