Sundsvall komst á topp sænsku 1. deildarinnar í kvöld er liðið gerði jafntefli, 1-1, við Norrköping í toppslag deildarinnar.
Norrköping komst yfir í leiknum en Hannes Þ. Sigurðsson jafnaði metin fyrir Sundsvall í síðari hálfleik.
Sundsvall skreið upp fyrir Degerfors á toppinn. Liðin eru jöfn að stigum en markatala Sundsvall er betri.
Hann er annars að reyna að losna frá félaginu og vonast til þess að komast að hjá félagi í Þýskalandi.