Red Bull vill halda í blómstrandi Webber 17. maí 2010 10:06 Mark Webber fagnar sigri í Mónakó í gær. mynd: Getty Images Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins sagði í samtali við autosport. com að hann sæi ekki neina þörf á breytingum hvað ökumenn varðar. Hann gerði árssamning við Webber fyrir þetta tímabil, en Webber hefur blómstrað að undanförnu. "Ég er mjög ánægður með jafnvægið og kraftinn í liðinu og breytinga ekki þörf. Við erum ánægðir með frammitstöðu Webbers. Hann er mikilvægur hlekkur í liðinu, 33 ára gamall og í ljósi aldurs gerðum við árssamning við hann, frekar en langtímasamning. Þetta snýst um samskipti og hvernig Webber líður líka. Hann er að aka frábærlega og ég er viss um að það tekur ekki langan tíma að semja, þegar að því kemur", sagði Horner, Webber segir sjálfur að honum liggi ekkert á að semja, sem gæti opnað möguleika hans hjá öðrum liðum. En það er ekkert víst að hann vilji flytja sig um set, enda jákvæður andi í kringum Red Bull liðið. Red Bull hefur síðustu tvö ár samið við Webber í kringum mánaðarmótin maí-júni, þannig að trúlega líður að staðfestingu á ráðningu Webbers, ef hann kýs að vera áfram hjá liðinu. Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins sagði í samtali við autosport. com að hann sæi ekki neina þörf á breytingum hvað ökumenn varðar. Hann gerði árssamning við Webber fyrir þetta tímabil, en Webber hefur blómstrað að undanförnu. "Ég er mjög ánægður með jafnvægið og kraftinn í liðinu og breytinga ekki þörf. Við erum ánægðir með frammitstöðu Webbers. Hann er mikilvægur hlekkur í liðinu, 33 ára gamall og í ljósi aldurs gerðum við árssamning við hann, frekar en langtímasamning. Þetta snýst um samskipti og hvernig Webber líður líka. Hann er að aka frábærlega og ég er viss um að það tekur ekki langan tíma að semja, þegar að því kemur", sagði Horner, Webber segir sjálfur að honum liggi ekkert á að semja, sem gæti opnað möguleika hans hjá öðrum liðum. En það er ekkert víst að hann vilji flytja sig um set, enda jákvæður andi í kringum Red Bull liðið. Red Bull hefur síðustu tvö ár samið við Webber í kringum mánaðarmótin maí-júni, þannig að trúlega líður að staðfestingu á ráðningu Webbers, ef hann kýs að vera áfram hjá liðinu.
Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira