Lífið

Íslensk verk tilnefnd

Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir

Tvær uppfærslur Útvarpsleikhússins eru tilnefndar til PRIX-EUROPA verðlaunanna í ár.

Einfarar eftir Hrafnhildi Hagalín í leikstjórn hennar sjálfrar og hljóðvinnslu Einars Sigurðssonar, er tilnefnt til verðlauna í flokki leikritaraða/framhaldsleikrita.

Blessuð sé minning næturinnareftir Ragnar Ísleif Bragason, með tónlist eftir Önnu Þorvaldsdóttur og í leikstjórn Símons Birgissonar og hljóðvinnslu Georgs Magnússonar, er tilnefnt í flokki stakra leikrita en það var frumflutt um síðustu páska.

PRIX-EUROPA er stærsta verðlaunahátíð útvarps- og sjónvarpsefnis í Evrópu. Í ár bárust keppninni 108 útvarpsverk. Aðeins 40 af þeim, frá 35 löndum, hlutu náð fyrir augum dómnefndar, þar af tvö verk frá Rás 1.

Hátíðin verður haldin vikuna 16. til 23. október næstkomandi og verðlaunahafar verða kynntir á lokadegi hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×