Lífið

Bresk sveit með tónleika

amusement parks Hljómsveitin spilar á Sódómu Reykjavík í kvöld.
amusement parks Hljómsveitin spilar á Sódómu Reykjavík í kvöld.

Breska indí-rokksveitin Amusement Parks on Fire spilar á Sódómu Reykjavík í kvöld. Hljómsveitin, sem hefur verið starfandi síðan 2004, hefur gefið út fimm EP-plötur og tvær stórar plötur.

Sú þriðja, Road Eyes, er væntanleg hjá útgáfunni Filter US í Bandaríkjunum. Fyrsta plata sveitarinnar kom út hjá fyrirtækinu Invada Records sem er í eigu Geoffs Barrow úr Portishead.

Sveitin kemur við hér á landi á leið til Bandaríkjanna þar sem hún ætlar í stóra tónleikaferð. Tónleikarnir á Sódómu hefjast klukkan 21 og er miðaverð 1.200 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×