Fyrir framtíðina Jónína Michaelsdóttir skrifar 22. júní 2010 06:00 Ég heyrði einu sinni bandarískan mann segja frá því, að í virtum háskóla í Bandaríkjunum hefði á sínum tíma komið upp umræða um óvissuþáttinn í viðskiptum. Jafnvel yfirgripsmikil þekking á lögmálum viðskiptalífsins bæri ekki í sér vísdóm um það sem framundan væri á hverjum tíma. Og spurningin var: Á hverju byggja forstjórar öflugra fyrirtækja ákvarðanir sínar þegar þeir taka áhættu í viðskiptum? Þegar fréttist af sérstöku þingi helstu jöfra viðskiptalífsins í næsta fylki, vaknaði sú hugmynd að fá að rannsaka þetta með vísindalegum hætti. Skólinn hafði samband við stjórnendur þingsins sem tóku þessu vel. Þetta var á bernskudögum tölvunnar, þegar hún var stór klumpur en ekki nett fartölva á hvers manns borði eða símtæki í vasa. Talsvert mál var að flytja hana og þegar komið var á áfangastað virkaði hún ekki fyrst í stað. Haft var samband við tölvusérfæðing en óvissa hvort hann kæmist í tíma. Málið leystist. Rætt var við þingfulltrúa sem komu víða að úr mörgum starfsgreinum. Niðurstaðan kom á óvartÍ ljós kom, að traust og stöndug fyrirtæki studdust við reynslu og þekkingu á eigin markaðssvæði, en forstjórar stærstu og öflugustu fyrirtækjanna studdust undantekningarlítið við eigið innsæi.Höfðu á tilfinningunni hvað var í farvatninu og þorðu að treysta því. Nokkur dæmi voru nefnd um slíkar ákvarðanir sem virtust um tíma hafa verið feigðarflan, en síðan gerðist eitthvað sem kallaði á þörf fyrir þessa vöru, og stjórnandinn sat með pálmann í höndunum. Ekki spurt um flokkskírteiniÁrið 1981 var landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn undir yfirskriftinni: Fyrir framtíðina.Auk hefðbundinna nefndarstarfa og funda var sérstakur dagskrárliður undir þessu heiti. Fjórir einstaklingar,sem tengdust atvinnulífi og vísindum, höfðu verið fengnir til að flytja erindi, þar sem litið var til framtíðar varðandi tækifæri í atvinnulífi, velferð og menningarmálum.Ekki var litið til flokksskírteinis þegar þetta fólk var valið, heldur reynslu þess, og hverrar gerðar það var. Þetta voru ólíkir einstaklingar og afar áhugavert og upplýsandi að hlusta á þá.Ég hef oft vel fyrir mér síðan, hver vegna svona dagskrá eða sambærileg er ekki á hverjum landsfundi, til að rífa okkur upp úr hefðinni og koma með nýjan vinkil í pólitíska umræðu.Ekki bara í Sjálfstæðisflokknum, heldur öllum stjórnmálaflokkum. Ég hef líka verið að hugsa um hvaða fjóra einstaklinga ég myndi sjálf velja í dag í slíkan dagskrárlið, og komist að þeirri niðurstöðu að það væri um býsna marga að ræða, en enginn af þeim sem koma í hugann hafa starfað í stjórnmálum. Ísland 2010Árið 1987 kom úr prentun víðtæk könnun á framtíðarhorfum Íslendinga næsta aldarfjórðunginn, til þess að vekja umræður um langtímasjónarmið í stjórnmálum og auðvelda fólki, fyrirtækjum og stjórnvöldum að móta stefnu til langs tíma. Heftið er grænt og heitir, Gróandi þjóðlíf. Yfirfyrirsögn á forsíðu er: ÍSLAND 2010.Í formála segir meðal annars: „Hér á landi eru fyrirsjáanlegar miklar breytingar á aldursskiptingu mannfjöldans, sem hafa víðtæk áhrif á félagsmál og efnahagsmál, útgjöld hins opinbera og þjóðfélagið allt," en fram kemur jafnframt að það verði fyrst fundið fyrir því árið 2010. Margt er áhugavert í þessu hefti og kunnuglegt. Til dæmis að lífsstíll og umhverfisáhrif verði veigamestu áhrifavaldar um heilsufar í framtíðinni, einstaklingar hafi aldrei ráðið jafnmiklu um eigið heilsufar, og að heilsufar jarðarbúa verði innbyrðis tengdara en áður. Þetta eru allt sjálfsagðir hlutir í dag, en hafa ekki alltaf verið það.Á öllum tímum velta menn fyrir sér framtíðinni, og auðvitað ræðst hún mest af því sem gert er í dag. En það verður að segjast eins og er, að ráðandi öfl í landinu eru nær því að vera blaktandi tíra en bjart leiðarljós fyrir fólkið í landinu.Í öllum stjórnmálaflokkum er viðvarandi ágreiningur. Og hver hefur áhuga á fóstri hjá foreldrum sem rífast og slást á almannafæri og rægja hvort annað, meðan leirinn er óþveginn í vaskinum og þvotturinn liggur óhreinn út um allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ég heyrði einu sinni bandarískan mann segja frá því, að í virtum háskóla í Bandaríkjunum hefði á sínum tíma komið upp umræða um óvissuþáttinn í viðskiptum. Jafnvel yfirgripsmikil þekking á lögmálum viðskiptalífsins bæri ekki í sér vísdóm um það sem framundan væri á hverjum tíma. Og spurningin var: Á hverju byggja forstjórar öflugra fyrirtækja ákvarðanir sínar þegar þeir taka áhættu í viðskiptum? Þegar fréttist af sérstöku þingi helstu jöfra viðskiptalífsins í næsta fylki, vaknaði sú hugmynd að fá að rannsaka þetta með vísindalegum hætti. Skólinn hafði samband við stjórnendur þingsins sem tóku þessu vel. Þetta var á bernskudögum tölvunnar, þegar hún var stór klumpur en ekki nett fartölva á hvers manns borði eða símtæki í vasa. Talsvert mál var að flytja hana og þegar komið var á áfangastað virkaði hún ekki fyrst í stað. Haft var samband við tölvusérfæðing en óvissa hvort hann kæmist í tíma. Málið leystist. Rætt var við þingfulltrúa sem komu víða að úr mörgum starfsgreinum. Niðurstaðan kom á óvartÍ ljós kom, að traust og stöndug fyrirtæki studdust við reynslu og þekkingu á eigin markaðssvæði, en forstjórar stærstu og öflugustu fyrirtækjanna studdust undantekningarlítið við eigið innsæi.Höfðu á tilfinningunni hvað var í farvatninu og þorðu að treysta því. Nokkur dæmi voru nefnd um slíkar ákvarðanir sem virtust um tíma hafa verið feigðarflan, en síðan gerðist eitthvað sem kallaði á þörf fyrir þessa vöru, og stjórnandinn sat með pálmann í höndunum. Ekki spurt um flokkskírteiniÁrið 1981 var landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn undir yfirskriftinni: Fyrir framtíðina.Auk hefðbundinna nefndarstarfa og funda var sérstakur dagskrárliður undir þessu heiti. Fjórir einstaklingar,sem tengdust atvinnulífi og vísindum, höfðu verið fengnir til að flytja erindi, þar sem litið var til framtíðar varðandi tækifæri í atvinnulífi, velferð og menningarmálum.Ekki var litið til flokksskírteinis þegar þetta fólk var valið, heldur reynslu þess, og hverrar gerðar það var. Þetta voru ólíkir einstaklingar og afar áhugavert og upplýsandi að hlusta á þá.Ég hef oft vel fyrir mér síðan, hver vegna svona dagskrá eða sambærileg er ekki á hverjum landsfundi, til að rífa okkur upp úr hefðinni og koma með nýjan vinkil í pólitíska umræðu.Ekki bara í Sjálfstæðisflokknum, heldur öllum stjórnmálaflokkum. Ég hef líka verið að hugsa um hvaða fjóra einstaklinga ég myndi sjálf velja í dag í slíkan dagskrárlið, og komist að þeirri niðurstöðu að það væri um býsna marga að ræða, en enginn af þeim sem koma í hugann hafa starfað í stjórnmálum. Ísland 2010Árið 1987 kom úr prentun víðtæk könnun á framtíðarhorfum Íslendinga næsta aldarfjórðunginn, til þess að vekja umræður um langtímasjónarmið í stjórnmálum og auðvelda fólki, fyrirtækjum og stjórnvöldum að móta stefnu til langs tíma. Heftið er grænt og heitir, Gróandi þjóðlíf. Yfirfyrirsögn á forsíðu er: ÍSLAND 2010.Í formála segir meðal annars: „Hér á landi eru fyrirsjáanlegar miklar breytingar á aldursskiptingu mannfjöldans, sem hafa víðtæk áhrif á félagsmál og efnahagsmál, útgjöld hins opinbera og þjóðfélagið allt," en fram kemur jafnframt að það verði fyrst fundið fyrir því árið 2010. Margt er áhugavert í þessu hefti og kunnuglegt. Til dæmis að lífsstíll og umhverfisáhrif verði veigamestu áhrifavaldar um heilsufar í framtíðinni, einstaklingar hafi aldrei ráðið jafnmiklu um eigið heilsufar, og að heilsufar jarðarbúa verði innbyrðis tengdara en áður. Þetta eru allt sjálfsagðir hlutir í dag, en hafa ekki alltaf verið það.Á öllum tímum velta menn fyrir sér framtíðinni, og auðvitað ræðst hún mest af því sem gert er í dag. En það verður að segjast eins og er, að ráðandi öfl í landinu eru nær því að vera blaktandi tíra en bjart leiðarljós fyrir fólkið í landinu.Í öllum stjórnmálaflokkum er viðvarandi ágreiningur. Og hver hefur áhuga á fóstri hjá foreldrum sem rífast og slást á almannafæri og rægja hvort annað, meðan leirinn er óþveginn í vaskinum og þvotturinn liggur óhreinn út um allt.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun