Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stabæk unnu 3-2 útisigur á Odd Grenland í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Veigar Páll byrjaði endurkomuna sína í norska boltann vel því hann lagði upp tvö fyrstu mörk Stabæk á tímabilinu.
Odd Grenland komst í 1-0 strax á þriðji mínútu leiksins en Stabæk var komið yfir fyrir hálfleik eftir að Veigar Páll lagði upp mörk fyrir Daniel Nannskog á 13. mínútu og Johan Andersson á 41. mínútu. Odd Grenland jafnaði leikinn en varamaðurinn Espen Hoff tryggði Stabæk öll þrjú stigin með marki á 89. mínútu.
Veigar Páll Gunnarsson lék fyrstu 63 mínútur leiksins en þá kom Pálmi Rafn Pálmason inn fyrir hann. Árni Gautur Arason var allan leikinn í marki Odd Grenland.
