FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 21. júlí 2010 20:57 Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals. Það var Vitali Radzionau sem skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti utan teigs á 15. mínútu. Fátt markvert gerðist þess utan í þessum hrútleiðinlega knattspyrnuleik. Eftir markið hættu liðin hreinlega að spila alvöru fótbolta. Hægur og leiðinlegur göngubolti tók við í staðinn. Leikurinn var í raun lítið annað en sóun á tíma og súrefni. FH átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni 50 metra tilraun sem fór 30 metra fram hjá. Þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt. Þeir voru skíthræddir, huglausir og höfðu enga trú á því sem þeir voru að gera. Markmiðið að komast sómasamlega frá verkefninu. Það var enginn sómi af þessari frammistöðu. Hún var skammarlega léleg. Síðari hálfleikur var vissulega skömminni skárri hjá FH en góður var hann ekki. Það er langur vegur frá því. Það var FH til happs að BATE-menn tóku því rólega eftir markið og sigldu þægilega og áreynslulaust í næstu umferð. Þeir hefðu hæglega getað valtað yfir Fimleikafélagið en sáu aumur á Íslendingunum. Þó svo þeir hafi verið í öðrum gír nánast allan leikinn tókst FH ekki að skora. FH-BATE Borisov 0-1 0-1 Vitali Radzionau (15.) Áhorfendur: Afar fáir. Dómari: Hannes Kasik, Eistlandi. Skot (á mark): 5-14 (1-5) Varin skot: Gunnleifur 4 - Veremko 1 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 9-24 Rangstöður: 2-3 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson Jón Ragnar Jónsson Hafþór Þrastarson Tommy Nielsen (78., Freyr Bjarnason) Hjörtur Logi Valgarðsson (43., Bjarki Gunnlaugsson) Pétur Viðarsson Björn Daníel Sverrisson Matthías Vilhjálmsson Ólafur Páll Snorrason Atli Viðar Björnsson (64., Atli Guðnason) Torger Motland Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals. Það var Vitali Radzionau sem skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti utan teigs á 15. mínútu. Fátt markvert gerðist þess utan í þessum hrútleiðinlega knattspyrnuleik. Eftir markið hættu liðin hreinlega að spila alvöru fótbolta. Hægur og leiðinlegur göngubolti tók við í staðinn. Leikurinn var í raun lítið annað en sóun á tíma og súrefni. FH átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni 50 metra tilraun sem fór 30 metra fram hjá. Þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt. Þeir voru skíthræddir, huglausir og höfðu enga trú á því sem þeir voru að gera. Markmiðið að komast sómasamlega frá verkefninu. Það var enginn sómi af þessari frammistöðu. Hún var skammarlega léleg. Síðari hálfleikur var vissulega skömminni skárri hjá FH en góður var hann ekki. Það er langur vegur frá því. Það var FH til happs að BATE-menn tóku því rólega eftir markið og sigldu þægilega og áreynslulaust í næstu umferð. Þeir hefðu hæglega getað valtað yfir Fimleikafélagið en sáu aumur á Íslendingunum. Þó svo þeir hafi verið í öðrum gír nánast allan leikinn tókst FH ekki að skora. FH-BATE Borisov 0-1 0-1 Vitali Radzionau (15.) Áhorfendur: Afar fáir. Dómari: Hannes Kasik, Eistlandi. Skot (á mark): 5-14 (1-5) Varin skot: Gunnleifur 4 - Veremko 1 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 9-24 Rangstöður: 2-3 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson Jón Ragnar Jónsson Hafþór Þrastarson Tommy Nielsen (78., Freyr Bjarnason) Hjörtur Logi Valgarðsson (43., Bjarki Gunnlaugsson) Pétur Viðarsson Björn Daníel Sverrisson Matthías Vilhjálmsson Ólafur Páll Snorrason Atli Viðar Björnsson (64., Atli Guðnason) Torger Motland
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira