Real Madrid er búið að staðfesta það að Manuel Pellegrini hafi verið rekinn sem þjálfari liðsins en Florentino Perez, forseti félagsins, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag.
Florentino Perez sagði að ákvörðunin hafi verið tekin á stjórnarfundi í dag en það hefur verið lengi ljóst að Jose Mourinho, fyrrum þjálfari Evrópumeistara Inter Milan, sé að fara að taka við súper-stjörnunum á Bernabeu.
Real Madrid tókst ekki að vinna titil undir stjórn Manuel Pellegrini á þessu tímabili þrátt fyrir að eyða rosalegum upphæðum í leikmannakaup síðasta sumar. Real varð í öðru sæti í deildinni og datt snemma út úr öðrum keppnum þar á meðal út úr Meistaradeildinni í 16 liða úrslitum.
Real Madrid búið að staðfesta að það sé búið að reka Pellegrini
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn