Baráttan hefst fyrir alvöru á Spáni 26. apríl 2010 12:54 Fernando Alonso er bjartsæynn á gott gengi á árinu með Ferrari. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu. "Það er í raun í Evrópu sem titilslagurinn hefst fyrir alvöru. Það sést hverjir munu berjast um titilinn", sagði Alonso í spjalli við autosport.com í dag. "Fyrstu mótin eru oftast með síbreytilegu veðri og svo kemur raunstaða manna í ljóst í Evrópu og hver getur þróað bílanna hraðast. Það er byrjun á skemmtilegri baráttu." Alonso segir að það sé alltaf svekkjandi að ná ekki tilsettum stigum á kappakstursdag, en hann segir að fyrstu fjögur mótin hafi verið jákvæð fyrir hann. "Ég er í þriðja sæti í stigamótinu og ekki langt á eftir forystumanninum (Jenson Button) og tel að staðan sé góð. Ég er hjá afburðarliði og ég á raunverulegan möguleika á að slást um meistaratitilinn. Það er nokkuð sem var ekki inn í myndinni í fyrra. Ég er fullur eldmóðs á ný og finn að ég á möguleika á sigri í mótum og titilslagnum. Í fyrra var Ferrari langt á eftir keppinautunum, en staðan er betri núna." Alonso segir þetta, þrátt fyrir að hafa lent í vélarbilun í lokin í mótinu í Malasíu á dögunum. Button er með 60 stig í stigamóti ökumanna, Nico Rosberg er með 50 og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru báðir með 49. "Við höfum ekki náð að landa öllum þeim stigum sem við höfðum viljað, en tel að við verðum með góðan bíl í Barcelona. Við höfum fundið út afhverju við vorum í vélarvandræðum og reynum að vera með 100% áreiðanlegar vélar hér eftir", sagði Alonso. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu. "Það er í raun í Evrópu sem titilslagurinn hefst fyrir alvöru. Það sést hverjir munu berjast um titilinn", sagði Alonso í spjalli við autosport.com í dag. "Fyrstu mótin eru oftast með síbreytilegu veðri og svo kemur raunstaða manna í ljóst í Evrópu og hver getur þróað bílanna hraðast. Það er byrjun á skemmtilegri baráttu." Alonso segir að það sé alltaf svekkjandi að ná ekki tilsettum stigum á kappakstursdag, en hann segir að fyrstu fjögur mótin hafi verið jákvæð fyrir hann. "Ég er í þriðja sæti í stigamótinu og ekki langt á eftir forystumanninum (Jenson Button) og tel að staðan sé góð. Ég er hjá afburðarliði og ég á raunverulegan möguleika á að slást um meistaratitilinn. Það er nokkuð sem var ekki inn í myndinni í fyrra. Ég er fullur eldmóðs á ný og finn að ég á möguleika á sigri í mótum og titilslagnum. Í fyrra var Ferrari langt á eftir keppinautunum, en staðan er betri núna." Alonso segir þetta, þrátt fyrir að hafa lent í vélarbilun í lokin í mótinu í Malasíu á dögunum. Button er með 60 stig í stigamóti ökumanna, Nico Rosberg er með 50 og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru báðir með 49. "Við höfum ekki náð að landa öllum þeim stigum sem við höfðum viljað, en tel að við verðum með góðan bíl í Barcelona. Við höfum fundið út afhverju við vorum í vélarvandræðum og reynum að vera með 100% áreiðanlegar vélar hér eftir", sagði Alonso.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira