Mót nærri New York enn möguleiki 21. maí 2010 10:25 Hermann Tilke, í miðjunni hefur heimsótt brautarstæði sem er í New York fylki. Hann er hér að ræða við Charlie Whtiing brautarstjóri Formúlu 1 og fleiri á mótssvæðinu í Barein sem hann hannaði. Mynd: Getty Images Ekki er lokum fyrir það skotið að Formúlu 1 mót geti orðið í New York fylki, þó áætlun um mót við New Jersey hafi fallið um sjálft sig, en sá staður er skammt frá miðborg Manhattan í New York. Borgarstjóri svæðisins hafnaði hugmyndinni. Formúlu 1 lið hafa áhuga á móti í Bandaríkjunum, ekki síst bílaframleiðendur þar sem landið er stórt markaðssvæði, ef Formúla 1 hefur átt erfitt uppdráttar þar í landi, en NASCAR er geysilega vinsæl akstursíþrótt þar. Bílaklúbbur sem nefnist Monticello Motor Club er með braut í 90 mínútna fjarlægð frá Manhattan og samkvæmt frétt autosport.com þá hefur Ari Strauss, forseti brautarinnar boðið brautarhönnuðinum Hermann Tilke á svæðið og það verið skoðað. Þá hefur Ari rætt við Bernie Ecclestone um málið og falaðist eftir 10 ára samningi. Ari hefur síðan unnið að því að sannfæra ýmiskonar forsvarsmenn á heimaslóðum sínum um möguleikann á Formúlu 1 móti á Monticello brautinni, en gera þyrfti endurbætur á aðstöðuna til að það geti gengið eftir. "Að tryggja sér Formúlu 1 mót er eins og að vinna Olympíuleikanna. Það er hörð samkeppni og ekkert er frágengið. Það er möguleiki á Formúlu 1 móti og það er spennandi, en við einbeitum okkur að klúbbstarfsemi og meðlimum þess í bili", sagði Ari m.a. í bréfi í ritinu Autoweek í Bandaríkjunum. Brautin sem hann er í forsvari fyrir er 4.1 mílu löng og með 22 beygjum. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ekki er lokum fyrir það skotið að Formúlu 1 mót geti orðið í New York fylki, þó áætlun um mót við New Jersey hafi fallið um sjálft sig, en sá staður er skammt frá miðborg Manhattan í New York. Borgarstjóri svæðisins hafnaði hugmyndinni. Formúlu 1 lið hafa áhuga á móti í Bandaríkjunum, ekki síst bílaframleiðendur þar sem landið er stórt markaðssvæði, ef Formúla 1 hefur átt erfitt uppdráttar þar í landi, en NASCAR er geysilega vinsæl akstursíþrótt þar. Bílaklúbbur sem nefnist Monticello Motor Club er með braut í 90 mínútna fjarlægð frá Manhattan og samkvæmt frétt autosport.com þá hefur Ari Strauss, forseti brautarinnar boðið brautarhönnuðinum Hermann Tilke á svæðið og það verið skoðað. Þá hefur Ari rætt við Bernie Ecclestone um málið og falaðist eftir 10 ára samningi. Ari hefur síðan unnið að því að sannfæra ýmiskonar forsvarsmenn á heimaslóðum sínum um möguleikann á Formúlu 1 móti á Monticello brautinni, en gera þyrfti endurbætur á aðstöðuna til að það geti gengið eftir. "Að tryggja sér Formúlu 1 mót er eins og að vinna Olympíuleikanna. Það er hörð samkeppni og ekkert er frágengið. Það er möguleiki á Formúlu 1 móti og það er spennandi, en við einbeitum okkur að klúbbstarfsemi og meðlimum þess í bili", sagði Ari m.a. í bréfi í ritinu Autoweek í Bandaríkjunum. Brautin sem hann er í forsvari fyrir er 4.1 mílu löng og með 22 beygjum.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira