Leikkonan Naomi Watts ætlar að leika þokkagyðjuna Marilyn Monroe í nýrri kvikmynd um leikkonuna. Myndin nefnist Blonde, eða Ljóska, og hefjast tökur í janúar.
Þetta var tilkynnt á Cannes-kvikmyndahátíðinni sem er haldin þessa dagana í Frakklandi. Myndin verður byggð á samnefndri bók eftir bandaríska rithöfundinn Joyce Carol Oates.
Hin 41 árs Watts þykir hafa rétta útlitið til að leika goðsögnina Marilyn enda báðar ljóshærðar og snoppufríðar.