Lífið

Opnaði dyrnar og við blöstu myndavélarnar

Hersingin læddist upp stigann þannig að Sólrún áttaði sig ekki á neinu.
Hersingin læddist upp stigann þannig að Sólrún áttaði sig ekki á neinu.
Það var vægast sagt óvenjuleg heimsókn sem Sólrún Guðleifsdóttir fékk uppi á Akranesi í dag. Þegar hún kom til dyra var þar heilt tökulið frá Íslandi í dag auk útvarpsmanna frá Reyjavík síðdegis á Bylgjunni og ljósmyndara.

Ástæðan var sú að Sólrún vann fyrstu verðlaun í leik Stöðvar 2 og Bylgjunnar þar sem fólk var hvatt til að senda inn skemmtilegar stundir með Stöð 2. Leikurinn stóð í apríl og voru rúmlega 500 sögur sendar inn.





Aðalsöguhetjan Jóhann og móðir hans, sigurvegarinn Sólrún.

Aðalsöguhetja sögunnar er sonur Sólrúnar, Jóhann Sigurðsson, og fór hann fremstur í flokki í óvæntu heimsókninni í dag. Er óhætt að segja að hann hafi náð að koma móður sinni verulega á óvart. Í verðlaun hlaut Sólrún ársáskrift að Stöð 2 og 100 þúsund króna matarúttekt frá Hagkaupum.

Hér er hægt að hlusta á óvæntu heimsóknina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Sigursögu Sólrúnar má lesa hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×