Það styttist í að Haukar mæti þýska úrvalsdeildarliðinu Grosswallstadt í EHF-bikarnum en liðin mætast ytra um næstu helgi.
Forráðamenn Grosswallstadt eru byrjaðir að auglýsa leikinn í heimabæ sínum.
Sá er hannaði auglýsinguna er ekki alveg með allt á kristaltæru því hann hefur ákveðið að auglýsa leik Grosswallstadt og HK frá Hafnarfirði.
Myndin, sem handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason tók, segir allt sem segja þarf.