Halldór Ingólfsson var í dag rekinn sem þjálfari karlaliðs Hauka í N1 deild karla í handbolta. Halldór tók við liði Hauka síðasta sumar af Aroni Kristjánssyni sem hafði gert Hauka að Íslandsmeisturum tvö í röð. Gunnar Berg Viktorsson og Birkir Ívar Guðmundsson taka við liðinu samkvæmt heimildum ruv.is.
Haukar eru eins og er í 5. sæti N1 deildar karla, einu stigi á eftir HK sem er í 4. sæti. Fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Síðasti leikur Hauka undir stjórn Halldórs var jafnteflisleikur á móti botnliði Selfoss á mánudagskvöldið en Haukaliðið er aðeins búinn að vinna einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum.
Aron Kristjánsson, var rekinn frá Hannover-Burgdorf á dögunum og er því á lausu en hann mun þó ekki taka við liðinu samkvæmt heimildum Ríkissjónvarpsins. Samkvæmt frétt þeirra taka tveir leikmenn liðsins við liðinu, markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og Gunnar Berg Viktorsson.
