Handbolti

Strákarnir okkar taka þátt í Mottumars

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Motturnar eru misgóðar en tilgangurinn góður.
Motturnar eru misgóðar en tilgangurinn góður.
Það verður væntanlega þýskt yfirbragð á strákunum okkar í Höllinni í kvöld er þeir taka á móti Þýskalandi í undankeppni EM.

Margir leikmanna liðsins taka nefnilega þátt í Mottumars af miklum krafti. Er óhætt að segja að margir þeirra gefi Heiner Brand, þjálfara Þýskalands, ekkert eftir.

Sjö leikmanna liðsins hafa nú stofnað styrktarsíðu inn á mottumars.is þar sem þeir sýna afraksturinn.

Þeir sem vilja styrkja strákana okkar geta gert það hér.

 


Tengdar fréttir

Guðmundur: Við erum með svör

Ísland á harma að efna þegar að strákarnir okkar mæta Þýskalandi í undankeppni EM 2012 í kvöld.

Akureyringarnir upp í stúku í kvöld

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið liðið sitt fyrir kvöldið þegar strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik við Þjóðverja í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Það verða Akureyringarnir Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson sem verða upp í stúku í kvöld.

Óli Stef.: Nú erum við með forskotið

"Nú er að duga eða drepast. Þetta er þannig leikur fyrir okkur,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson um leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2012 sem haldið verður í Serbíu í janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×