UEFA hefur kært Frakkana Arsene Wenger og Samir Nasri fyrir ummæli sín um svissneska dómarann Massimo Busacca eftir leik Barcelona og Arsenal í Meistaradeildinni í gær.
Báðir voru þeir mjög ósáttir með það að Busacca skildi gefa Robin van Persie sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir að skjóta á markið eftir að Busacca hafði flautað á hann rangstöðu.
Wenger er kærður fyrir ummæli sín um Busacca í fjölmiðlum en Nasri er kræður fyrir framkomu sína gagnvart Busacca eftir leikinn þegar hann hraunaði yfir svissneska dómarann.
Flestum fannst þetta alltof harður dómur en Arsenal-liðið átti nánast enga möguleika manni færri á móti frábæru liði Barcelona sem sundurspilaði Arsenal-liðið allan leikinn.
Robin van Persie var rekinn útaf á 56. mínútu aðeins þremur mínútum eftir að Arsenal hafði jafnað leikinn með sjálfsmarki frá Sergi Busquets.
UEFA kærir Arsene Wenger og Samir Nasri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn