UEFA hefur kært Frakkana Arsene Wenger og Samir Nasri fyrir ummæli sín um svissneska dómarann Massimo Busacca eftir leik Barcelona og Arsenal í Meistaradeildinni í gær.
Báðir voru þeir mjög ósáttir með það að Busacca skildi gefa Robin van Persie sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir að skjóta á markið eftir að Busacca hafði flautað á hann rangstöðu.
Wenger er kærður fyrir ummæli sín um Busacca í fjölmiðlum en Nasri er kræður fyrir framkomu sína gagnvart Busacca eftir leikinn þegar hann hraunaði yfir svissneska dómarann.
Flestum fannst þetta alltof harður dómur en Arsenal-liðið átti nánast enga möguleika manni færri á móti frábæru liði Barcelona sem sundurspilaði Arsenal-liðið allan leikinn.
Robin van Persie var rekinn útaf á 56. mínútu aðeins þremur mínútum eftir að Arsenal hafði jafnað leikinn með sjálfsmarki frá Sergi Busquets.
UEFA kærir Arsene Wenger og Samir Nasri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn


Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

