Handbolti

Guðmundur: Við erum með svör

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur á blaðamannafundi HSÍ í vikunni.
Guðmundur á blaðamannafundi HSÍ í vikunni. Mynd/Pjetur
Ísland á harma að efna þegar að strákarnir okkar mæta Þýskalandi í undankeppni EM 2012 í kvöld.

Um afar mikilvægan leik er að ræða fyrir íslenska liðið en strákarnir eiga í harðri baráttu við Þýskaland og Austurríki um tvö efstu sætin og þar með þátttökurétt í lokakeppninni sem fer fram í Serbíu á næsta ári.

Þessi lið mættust á HM í Svíþjóð í janúar síðastliðnum í þýðingamiklum leik. Ísland var þá ósigrað í keppninni og stefndi beinleiðis í undanúrslitin. Þjóðverjar höfðu hins vegar misstigið sig og greinilega ekki upp á sitt besta.

En svo fór að þeir þýsku unnu sigur í leiknum og gerbreytti leikurinn mótinu fyrir Ísland. Strákarnir töpuðu öllu sínuml eikjum eftir þetta, komust ekki í undanúrslit og enduðu í sjötta sæti.

Þýskalandi gekk ekki mikið betur eftir þetta og mátti sætta sig við ellefta sætið á endanum.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur verið að greina bæði frammistöðu Íslands á mótinu og leikina gegn Þýskalandi, bæði á mótinu sem og æfingaleikina tvo gegn Þjóðverjum sem fóru fram skömmu fyrir mót.

„Ég hef verið að einbeita mér að þýska liðinu," sagði Guðmundur í samtali við Vísi. „Samt er ég búinn að skoða marga af leikjum okkar á HM - en ekki alla. En það sem mestu máli skiptir er að greina það sem fór úrskeðis í síðasta leik okkar við Þýskaland."

„Við fengum á okkur nokkur óþarfa mörk í þeim leik - bæði úr hraðaupphlaupum og líka í uppstilltum sóknum. Við þurfum að koma í veg fyrir það. Við höfum haldið fundi sem hafa verið helgaðir því að laga það sem klikkaði hjá okkur í þessum leik."

Hann á von á því að þeir þýsku muni ekki gefa tommu eftir í leiknum.

„Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í riðlinum rétt eins og við. Þeir eru særðir eftir slakt gengi á HM og nú þegar búnir að tapa stigi í þessum riðli. Þeir eru því hingað komnir til að ná í tvö stig og ekkert annað."




Tengdar fréttir

Akureyringarnir upp í stúku í kvöld

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið liðið sitt fyrir kvöldið þegar strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik við Þjóðverja í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Það verða Akureyringarnir Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson sem verða upp í stúku í kvöld.

Óli Stef.: Nú erum við með forskotið

"Nú er að duga eða drepast. Þetta er þannig leikur fyrir okkur,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson um leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2012 sem haldið verður í Serbíu í janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×