Handbolti

Guðmundur: Leikur sem við verðum að vinna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur á landsliðsæfingu á mánudagskvöldið.
Guðmundur á landsliðsæfingu á mánudagskvöldið.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á von á erfiðum leik gegn Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld.

Liðin eru saman í riðli í undankeppni EM 2012 sem fer fram í Serbíu í janúar næstkomandi.

Mikil spenna er í riðlinum eftir að Austurríki hefur blandað sér í baráttuna við Þýskaland og Ísland um toppsætin tvö í riðlinum sem veita þátttökurétt í lokakeppninni.

Austurríkismenn náðu góðu jafntefli gegn Þýskalandi á útivelli í október síðastliðnum og fylgdu því svo eftir með sannfærandi fimm marka sigri á Íslandi á heimavelli.

„Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins en hann skiptir okkur höfuðmáli ætlum við okkur að komast a´EM í Serbíu," sagði Guðmundur í samtali við Vísi.

„Þetta er bara leikur sem við verðum að vinna."

„Þetta er erfiðasti riðillinn í allri undankeppninni. Það má ekki mikið út af bregða ef okkur á að takast að komast áfram. Austurríki er stórhættulegur andstæðiingur og þetta eru leikirnir sem skipta máli," sagði hann og átti þá við leikina tvo við Þýskaland á næstu dögum og svo þegar að við tökum móti Austurríki þann helgina 11.-12. júní. „Og við þurfum að byrja á að vinna leikinn í kvöld."

„Til þess að vinna þennan leik þurfum við að spila vel - það þarf nánast allt að ganga upp hjá okkur. Og við þurfum að fá fulla höll. Það er mér mikið kappsmál að það takist og er það bón mín til þjóðarinnar fyrir hönd liðsins að fjölmenna í Laugardalshöllina og skapa þar frábæra stemningu. Það mun hjálpa okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×