Robin Van Persie, framherji Arsenal, var allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld.
"Rauða spjaldið hafði mikil áhrif á leikinn. Þá var staðan 1-1 og allt opið. Þetta rauða spjald var algjör brandari," sagði Persie reiður.
"Hvernig átti ég að heyra í flautunni þegar það eru 95 þúsund manns að öskra á vellinum? Það var aðeins ein sekúnda frá flautinu og þar til ég sparkaði.
"Ég reyndi að útskýra þetta fyrir dómaranum en hann vildi ekki hlusta. Hann var lélegur í allt kvöld og dæmdi grimmt gegn okkur."
Van Persie: Rauða spjaldið var brandari
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


