Barcelona með yfirburði gegn Arsenal - Persie sá rautt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2011 21:47 Börsungar fagna í kvöld. Barcelona og Shaktar Donetsk tryggðu sig í kvöld inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaktar lagði Roma, 3-0 á meðan Barcelona lagði Arsenal, 3-1, í líflegum leik. Yfirburðir Börsunga í fyrri hálfleik voru fáranlega miklir. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og það heyrði hreinlega til stórtíðinda ef Arsenal komst yfir miðju. Enda gerðist það ekki oft í hálfleiknum. Arsenal varð fyrir áfalli á 18. mínútu er markvörðurinn Szczesny meiddist á fingri. Í hans stað kom Manuel Almunia sem á ekki góðar minningar frá Nou Camp. Eftir því sem leið á hálfleikinn jókst sóknarþungi heimamanna og það var hreint ótrúlegt að Arsenal tækist að halda markinu hreinu. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik brast loksins stíflan. Fabregas átti kjánalega hælsendingu fyrir utan teig sem varð þess valdandi að Barcelona náði boltanum. Iniesta stakk boltanum á Messi. Argentínumaðurinn vippaði yfir Almunia og skoraði í tómt markið. Snilldarlega gert. 1-0 fyrir Barcelona í hálfleik sem þýddi að Arsenal varð að koma framar í seinni hálfleik enda dugði þessi staða Barcelona til þess að komast áfram í keppninni.Van Persie fær að líta rauða spjaldið frá Busacca,Arsenal fékk draumabyrjun í síðari hálfleik er þeir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Samir Nasri tók þá hornspyrnu sem Sergio Busquets skallaði í eigið net. Afar klaufalegt. Markið sprengdi leikinn upp á ný. Aðeins tveim mínútum síðar varð Arsenal manni færri. Hollendingurinn Robin Van Persie fékk þá sitt annað gula spjald í leiknum og um leið það rauða. Hann tók þá skot að marki eftir að búið var að flauta. Van Persie sagðist ekki hafa heyrt í flautunni og verður að segjast eins og er að þetta var ansi harður dómur hjá Massimo Busacca dómara. Eins og við mátti búast hófst mikil sókn hjá Barcelona í kjölfarið. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok spiluðu Iniesta og David Villa listavel saman. Xavi slapp einn í gegn og kláraði færið. Ákaflega smekklega gert. Aðeins tveim mínútum síðar braut Koscielny klaufalega á Pedro og vítaspyrna réttilega dæmd. Messi tók vítið og skoraði af gríðarlegu öryggi. 3-1 fyrir Barcelona.Messi er hér búinn að vippa yfir markvörð Arsenal og skömmu síðar kom hann Barcelona yfir.Börsungar óðu í færum næstu mínútur en Almunia átti stórbrotinn leik í markinu og varði eins og óður maður. Hættuleg staða fyrir Barcelona enda hefði eitt mark frá Arsenal komið þeim áfram. Bendtner var ekki fjarri því að skora er tvær mínútur lifðu leiks en Börsungar björguðu á elleftu stundu. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og að lokum má geta þess að Arsenal átti ekki eitt einasta skot að marki Börsunga. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Barcelona og Shaktar Donetsk tryggðu sig í kvöld inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaktar lagði Roma, 3-0 á meðan Barcelona lagði Arsenal, 3-1, í líflegum leik. Yfirburðir Börsunga í fyrri hálfleik voru fáranlega miklir. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og það heyrði hreinlega til stórtíðinda ef Arsenal komst yfir miðju. Enda gerðist það ekki oft í hálfleiknum. Arsenal varð fyrir áfalli á 18. mínútu er markvörðurinn Szczesny meiddist á fingri. Í hans stað kom Manuel Almunia sem á ekki góðar minningar frá Nou Camp. Eftir því sem leið á hálfleikinn jókst sóknarþungi heimamanna og það var hreint ótrúlegt að Arsenal tækist að halda markinu hreinu. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik brast loksins stíflan. Fabregas átti kjánalega hælsendingu fyrir utan teig sem varð þess valdandi að Barcelona náði boltanum. Iniesta stakk boltanum á Messi. Argentínumaðurinn vippaði yfir Almunia og skoraði í tómt markið. Snilldarlega gert. 1-0 fyrir Barcelona í hálfleik sem þýddi að Arsenal varð að koma framar í seinni hálfleik enda dugði þessi staða Barcelona til þess að komast áfram í keppninni.Van Persie fær að líta rauða spjaldið frá Busacca,Arsenal fékk draumabyrjun í síðari hálfleik er þeir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Samir Nasri tók þá hornspyrnu sem Sergio Busquets skallaði í eigið net. Afar klaufalegt. Markið sprengdi leikinn upp á ný. Aðeins tveim mínútum síðar varð Arsenal manni færri. Hollendingurinn Robin Van Persie fékk þá sitt annað gula spjald í leiknum og um leið það rauða. Hann tók þá skot að marki eftir að búið var að flauta. Van Persie sagðist ekki hafa heyrt í flautunni og verður að segjast eins og er að þetta var ansi harður dómur hjá Massimo Busacca dómara. Eins og við mátti búast hófst mikil sókn hjá Barcelona í kjölfarið. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok spiluðu Iniesta og David Villa listavel saman. Xavi slapp einn í gegn og kláraði færið. Ákaflega smekklega gert. Aðeins tveim mínútum síðar braut Koscielny klaufalega á Pedro og vítaspyrna réttilega dæmd. Messi tók vítið og skoraði af gríðarlegu öryggi. 3-1 fyrir Barcelona.Messi er hér búinn að vippa yfir markvörð Arsenal og skömmu síðar kom hann Barcelona yfir.Börsungar óðu í færum næstu mínútur en Almunia átti stórbrotinn leik í markinu og varði eins og óður maður. Hættuleg staða fyrir Barcelona enda hefði eitt mark frá Arsenal komið þeim áfram. Bendtner var ekki fjarri því að skora er tvær mínútur lifðu leiks en Börsungar björguðu á elleftu stundu. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og að lokum má geta þess að Arsenal átti ekki eitt einasta skot að marki Börsunga.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira