Handbolti

Guðmundur segir skrítið að mæta lærisveinum sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur á æfingu með Löwen.
Guðmundur á æfingu með Löwen.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er í þeirri skemmtilegu stöðu í leikjum Íslands og Þýskalands að sex leikmenn liðanna spila undir hans stjórn hjá Rhein-Neckar Löwen.

Þrír þeirra eru Íslendingar - Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson - og svo þjálfar hann þrjá í þýska liðinu - Uwe Gensheimer, Patrick Groetzki og Oliver Roggisch.

"Það er svolítið sérstök tilfinning að fara að keppa við þýsku strákana og fara svo að vinna með þeim nokkrum dögum síðar," sagði Guðmundur við þýska fjölmiðla.

Þjóðverjar eru, eins og margir, hissa á því hvað þessi litla þjóð getur státað af góðu handboltaliði.

"Íþróttin hentar vel íslensku hugarfari. Við erum tilbúnir að vinna mikið og leggja hart að okkur. Við spilum með hjartanu og þessi karaktereinkenni skila sér inn í landsliðið," sagði Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×