Sigurður Ragnar: Getum unnið öll lið á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2011 18:26 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sína leikmenn eftir 2-1 sigur Íslands á Kína á Algarve Cup-mótinu í dag. Sigurinn þýðir að Íslandi dugir jafntefli gegn Dönum í lokaleik sínum í B-riðli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með að spila til úrslita á mótinu. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki en liðið vann 2-1 sigur gegn Svíþjóð á miðvikudaginn. Þá, rétt eins og í dag, lenti Ísland undir í leiknum. „Þetta var að mörgu leyti mjög svipaður leikur og á móti Svíþjóð. Við lentum undir en komum til baka og sýndum karakter. Við spiluðum taktískt mjög vel og sýndum frábæra baráttu. Margrét Lára skoraði svo frábært sigurmark og kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en Margrét Lára skoraði bæði mörk Íslands í dag. „En það lá töluvert á okkur líka án þess þó að Kínverjar næðu að skapa sér mörg færi. Við vorum að spila mjög góða vörn. Að vísu fengum við svo þrjú dauðafæri til viðbótar við mörkin sem við hefðum getað nýtt. En ég er samt mjög ánægður með sigurinn og leikinn í heild sinni." Ísland hefur í báðum leikjunum fengið mark á sig frekar snemma en svo haldið andstæðingnum í góðri fjarlægð eftir það. „Við höfum í báðum leikjunum lagt upp með að falla til baka eftir við komumst yfir að falla til baka og æfa okkur í því að halda forystu. Þá þurfa hin liðin að opna sig við fáum þá tækifæri til að sækja hratt á þau. Þegar við erum með svo marga leikmenn á bak við boltann þá er mjög erfitt að skora gegn okkur enda sköpuðu Kínverjar sér fá færi í seinni hálfleik." „Það er engin spurning að við erum með sterkt lið og sýndum í dag að sigurinn á Svíþjóð var engin tilviljun. Við erum með leikmenn sem leggja sig alla fram og eru einfaldlega virkilega góðir í fótbolta." Þetta var í þriðja sinn sem að Ísland mætir Kínverjum en stelpurnar unnu frægan 4-1 sigur á þeim á þessu móti fyrir fjórum árum síðan. Liðin mættust svo aftur árið 2009 en þá vann Kína 2-1 sigur. Sigurður Ragnar sagði að leikmenn vildu hefna fyrir það tap í dag. „Við vildum vinna þær. Okkur fannst við tapa ósanngjarnt fyrir þeim síðast og því mjög sterkt að hafa unnið þennan leik í dag." Sigurður Ragnar segir að þessi góða gengi hafi ekki endilega komið sér á óvart. „Við vitum að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er í heiminum. Það er þó mjög sterkt að hafa átt tvo svona góða leiki í röð, sérstaklega þar sem að við lentum undir í þeim báðum en náðum að koma til baka og vinna þá. Það sýnir mikinn styrk og að það sé engin uppgjöf í liðinu." „Vonandi höldum við uppteknum hætti en við eigum hörkuleik gegn Dönum á mánudaginn. Við finnum að við erum að verða betri og að nálgast bestu liðin." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15 Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49 Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sína leikmenn eftir 2-1 sigur Íslands á Kína á Algarve Cup-mótinu í dag. Sigurinn þýðir að Íslandi dugir jafntefli gegn Dönum í lokaleik sínum í B-riðli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með að spila til úrslita á mótinu. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki en liðið vann 2-1 sigur gegn Svíþjóð á miðvikudaginn. Þá, rétt eins og í dag, lenti Ísland undir í leiknum. „Þetta var að mörgu leyti mjög svipaður leikur og á móti Svíþjóð. Við lentum undir en komum til baka og sýndum karakter. Við spiluðum taktískt mjög vel og sýndum frábæra baráttu. Margrét Lára skoraði svo frábært sigurmark og kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en Margrét Lára skoraði bæði mörk Íslands í dag. „En það lá töluvert á okkur líka án þess þó að Kínverjar næðu að skapa sér mörg færi. Við vorum að spila mjög góða vörn. Að vísu fengum við svo þrjú dauðafæri til viðbótar við mörkin sem við hefðum getað nýtt. En ég er samt mjög ánægður með sigurinn og leikinn í heild sinni." Ísland hefur í báðum leikjunum fengið mark á sig frekar snemma en svo haldið andstæðingnum í góðri fjarlægð eftir það. „Við höfum í báðum leikjunum lagt upp með að falla til baka eftir við komumst yfir að falla til baka og æfa okkur í því að halda forystu. Þá þurfa hin liðin að opna sig við fáum þá tækifæri til að sækja hratt á þau. Þegar við erum með svo marga leikmenn á bak við boltann þá er mjög erfitt að skora gegn okkur enda sköpuðu Kínverjar sér fá færi í seinni hálfleik." „Það er engin spurning að við erum með sterkt lið og sýndum í dag að sigurinn á Svíþjóð var engin tilviljun. Við erum með leikmenn sem leggja sig alla fram og eru einfaldlega virkilega góðir í fótbolta." Þetta var í þriðja sinn sem að Ísland mætir Kínverjum en stelpurnar unnu frægan 4-1 sigur á þeim á þessu móti fyrir fjórum árum síðan. Liðin mættust svo aftur árið 2009 en þá vann Kína 2-1 sigur. Sigurður Ragnar sagði að leikmenn vildu hefna fyrir það tap í dag. „Við vildum vinna þær. Okkur fannst við tapa ósanngjarnt fyrir þeim síðast og því mjög sterkt að hafa unnið þennan leik í dag." Sigurður Ragnar segir að þessi góða gengi hafi ekki endilega komið sér á óvart. „Við vitum að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er í heiminum. Það er þó mjög sterkt að hafa átt tvo svona góða leiki í röð, sérstaklega þar sem að við lentum undir í þeim báðum en náðum að koma til baka og vinna þá. Það sýnir mikinn styrk og að það sé engin uppgjöf í liðinu." „Vonandi höldum við uppteknum hætti en við eigum hörkuleik gegn Dönum á mánudaginn. Við finnum að við erum að verða betri og að nálgast bestu liðin."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15 Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49 Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Sjá meira
Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15
Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49