Fyll'ann Pawel Bartoszek skrifar 4. mars 2011 06:00 Forsíður að minnsta kosti tveggja blaða í vikunni báru með sér fyrirsagnir eins og "Bensínverð í hæstu hæðum". Með fréttunum fylgdu myndir sem sýndu bensínverðið í 230 krónum á hvern lítra. Ég mæli með að menn klippi þessar myndir út og geymi til að eiga þegar bensínverðið skríður yfir fimmhundruðkallinn. Raunar er klárt að krónutalan ein segir fátt. En þá má kannski frekar spyrja sig: Hver hefur þróun bensínverðs verið samanborið við laun undanfarna áratugi? Niðurstaðan er þessi: Árið 1989 gat meðallaunamaður keypt 12,8 lítra fyrir andvirði klukkustundarvinnu, árið 1996 kom smádalur í bensínkaupmætti, það ár dugði sami tími fyrir 11 lítrum, árið 2006 var hægt að kaupa heila 14 lítra og í dag getur sambærilegur meðallaunamaður keypt 10,5 lítra af bensíni fyrir klukkustundarvinnu. Sé litið á bensínverð yfir seinustu tvo áratugi má þannig sjá að sveiflurnar umfram almennt verðlag, eða laun, eru litlar, sé til dæmis borið saman við sveiflur í húsnæðisverði og jafnvel venjulegri matvöru. Vissulega hefur bensínkaupmáttur þó rýrnað mikið eftir hrunið. Það er helst það sem fólk finnur. Fall seinustu fjögurra ára er hátt. En að kannski að einhver okkar þurfi einfaldlega að hverfa frá lífsstíl sem var, ja, eilítið uppskrúfaður. Hver er annars ástæðan fyrir því að svo mikið er rætt um verðhækkanir þessarar einu vörutegundar? Fátt er um fréttir þegar hrísgrjón hækka um 10 kr. kílóið. Ætli þetta sé ekki ein af fáum vörutegundum sem fólk er sannarlega meðvitað um verðið á? Þann tíma sem dælt er á tankinn er tilvalið að kíkja á verðið og hrista hausinn yfir því. Fáar aðrar stakar vörur eru jafnmikið keyptar. Fáar aðrar vörur hafa í raun jafngegnsæja verðlagningu. Það er ekkert bensínfyrirtæki að bjóða háa mánaðaráskrift með "fríu bensíni fyrir sex vini innan kerfis" eða eitthvað svoleiðis rugl. Bensínið er einnig það heppið að hagsmunaðilar fylgjast mjög grannt með því þegar það hækkar og krefja stjórnvöld um viðbrögð. Svo er einnig nú. Sá málflutningur er ekki með öllu fráleitur, hækkanir skapa ríkinu aukatekjur, bensínið knýr margt áfram og skattalækkanir eru almennt góðar, en ýmislegt má við hann athuga. Fyrir það fyrsta eiga sértækir bensín- og bílaskattar að standa undir rekstri vegakerfisins. Undanfarin ár hafa þeir ekki dugað til þess. Þótt algjörlega sé litið framhjá vegaútgjöldum sveitarfélaga munar milljarði, á kostnaði við vegakerfið og sköttum af notendum þess. Til þess að brúa það bil þarf annað hvort að hætta við framkvæmdir, taka upp veggjöld vegna nýframkvæmda, eða hækka bensínskatta. Vegjaldaleiðin eru skynsömust þessara leiða en hagsmunaaðilarnir og þeir þingmenn sem tala þeirra máli vilja hins vegar ekkert af þessu. Lægri skatta, meiri framkvæmdir og engin veggjöld! "Ég vil bæði eiga kökuna og borða hana. Já, og kakan verður að vera ókeypis." Flest bendir til annars en að olíuverðið muni áfram hækka. Ef marka má fréttirnar er fólk, að einhverju leyti, þegar byrjað að bregðast við; með minni akstri, sparneytnari bílum, aukinni samnýtingu ofl. Vissulega má fresta þessari jákvæðu sjálfsbjargarviðleitni fólks um nokkra mánuði eða nokkur ár, en er það skynsamlegt? Væri ekki ágætt að nýta tækifærið frekar í að leyfa markaðnum að finna umhverfisvænni samgönguaðferðir frekar en að reyna að hægja því óumflýjanlega ferli? Bensín- og plastþörf Kínverja og Indverja er ekki að fara að minnka úr þessu. Þessar þjóðir munu þurfa að auka olíunotkun sína, það mun hjálpa þeim að ná okkur Vesturlandabúum að lífsgæðum. Sum lönd búa heldur ekki að þeim tækifærum að geta knúið áfram hjólin með endurnýtanlegum, innlendum orkugjöfum. Þau sem það gera ættu leyfa markaðnum að nýta þá orkugjafa til að þróa vistvænni ferðamáta. En ekki að þráast við í hvert sinn sem markaðsforsendur til þess batna. Ég styð lægri skatta og minni ríkisafskipti. Ef afleiðing af lægri bensínsköttum á að vera að opinber framlög til vegagerðar minnki sem því nemur og að nýjar stórframkvæmdir verði settar í einkaframkvæmd þá væri það mjög til bóta. En ætli að það sé endilega meginhugmynd þeirra sem leggja slíkt til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Forsíður að minnsta kosti tveggja blaða í vikunni báru með sér fyrirsagnir eins og "Bensínverð í hæstu hæðum". Með fréttunum fylgdu myndir sem sýndu bensínverðið í 230 krónum á hvern lítra. Ég mæli með að menn klippi þessar myndir út og geymi til að eiga þegar bensínverðið skríður yfir fimmhundruðkallinn. Raunar er klárt að krónutalan ein segir fátt. En þá má kannski frekar spyrja sig: Hver hefur þróun bensínverðs verið samanborið við laun undanfarna áratugi? Niðurstaðan er þessi: Árið 1989 gat meðallaunamaður keypt 12,8 lítra fyrir andvirði klukkustundarvinnu, árið 1996 kom smádalur í bensínkaupmætti, það ár dugði sami tími fyrir 11 lítrum, árið 2006 var hægt að kaupa heila 14 lítra og í dag getur sambærilegur meðallaunamaður keypt 10,5 lítra af bensíni fyrir klukkustundarvinnu. Sé litið á bensínverð yfir seinustu tvo áratugi má þannig sjá að sveiflurnar umfram almennt verðlag, eða laun, eru litlar, sé til dæmis borið saman við sveiflur í húsnæðisverði og jafnvel venjulegri matvöru. Vissulega hefur bensínkaupmáttur þó rýrnað mikið eftir hrunið. Það er helst það sem fólk finnur. Fall seinustu fjögurra ára er hátt. En að kannski að einhver okkar þurfi einfaldlega að hverfa frá lífsstíl sem var, ja, eilítið uppskrúfaður. Hver er annars ástæðan fyrir því að svo mikið er rætt um verðhækkanir þessarar einu vörutegundar? Fátt er um fréttir þegar hrísgrjón hækka um 10 kr. kílóið. Ætli þetta sé ekki ein af fáum vörutegundum sem fólk er sannarlega meðvitað um verðið á? Þann tíma sem dælt er á tankinn er tilvalið að kíkja á verðið og hrista hausinn yfir því. Fáar aðrar stakar vörur eru jafnmikið keyptar. Fáar aðrar vörur hafa í raun jafngegnsæja verðlagningu. Það er ekkert bensínfyrirtæki að bjóða háa mánaðaráskrift með "fríu bensíni fyrir sex vini innan kerfis" eða eitthvað svoleiðis rugl. Bensínið er einnig það heppið að hagsmunaðilar fylgjast mjög grannt með því þegar það hækkar og krefja stjórnvöld um viðbrögð. Svo er einnig nú. Sá málflutningur er ekki með öllu fráleitur, hækkanir skapa ríkinu aukatekjur, bensínið knýr margt áfram og skattalækkanir eru almennt góðar, en ýmislegt má við hann athuga. Fyrir það fyrsta eiga sértækir bensín- og bílaskattar að standa undir rekstri vegakerfisins. Undanfarin ár hafa þeir ekki dugað til þess. Þótt algjörlega sé litið framhjá vegaútgjöldum sveitarfélaga munar milljarði, á kostnaði við vegakerfið og sköttum af notendum þess. Til þess að brúa það bil þarf annað hvort að hætta við framkvæmdir, taka upp veggjöld vegna nýframkvæmda, eða hækka bensínskatta. Vegjaldaleiðin eru skynsömust þessara leiða en hagsmunaaðilarnir og þeir þingmenn sem tala þeirra máli vilja hins vegar ekkert af þessu. Lægri skatta, meiri framkvæmdir og engin veggjöld! "Ég vil bæði eiga kökuna og borða hana. Já, og kakan verður að vera ókeypis." Flest bendir til annars en að olíuverðið muni áfram hækka. Ef marka má fréttirnar er fólk, að einhverju leyti, þegar byrjað að bregðast við; með minni akstri, sparneytnari bílum, aukinni samnýtingu ofl. Vissulega má fresta þessari jákvæðu sjálfsbjargarviðleitni fólks um nokkra mánuði eða nokkur ár, en er það skynsamlegt? Væri ekki ágætt að nýta tækifærið frekar í að leyfa markaðnum að finna umhverfisvænni samgönguaðferðir frekar en að reyna að hægja því óumflýjanlega ferli? Bensín- og plastþörf Kínverja og Indverja er ekki að fara að minnka úr þessu. Þessar þjóðir munu þurfa að auka olíunotkun sína, það mun hjálpa þeim að ná okkur Vesturlandabúum að lífsgæðum. Sum lönd búa heldur ekki að þeim tækifærum að geta knúið áfram hjólin með endurnýtanlegum, innlendum orkugjöfum. Þau sem það gera ættu leyfa markaðnum að nýta þá orkugjafa til að þróa vistvænni ferðamáta. En ekki að þráast við í hvert sinn sem markaðsforsendur til þess batna. Ég styð lægri skatta og minni ríkisafskipti. Ef afleiðing af lægri bensínsköttum á að vera að opinber framlög til vegagerðar minnki sem því nemur og að nýjar stórframkvæmdir verði settar í einkaframkvæmd þá væri það mjög til bóta. En ætli að það sé endilega meginhugmynd þeirra sem leggja slíkt til?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun