Rafael van der Vaart, núverandi leikmaður Tottenham og fyrrum leikmaður Real Madrid var ánægður með það að mæta sínum gömlu félögum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það var dregið fyrr í dag.
Hollendingurinn spilaði tvö tímabil með Real Madrid en fékk þó aldrei að njóta sín eins og hann hefur gert síðan að hann kom á White Hart Lane og fór að klæðast treyju Tottenham.
„Ég var mjög ánægður með dráttinn," sagði Rafael van der Vaart í viðtali á heimasíðu Tottenham.
„Ég var að vona að við myndum mæta Real því það væri frábært að fá að fara aftur til Madridar. Ég á marga vini þarna og það verður frábært að hitta þá alla á ný," sagði Van der Vaart.
„Þetta er stór leikur og það er flott að fá seinni leikinn heima. Að mínu mati er Real stærsti klúbburinn í heimi þó að Barcelona sé með besta liðið í heimi í dag," sagði Van der Vaart.
„Bernabeu er frábær völlur og glæsilegur leikvangur. Það komast 90 þúsund manns fyrir og það er stórkostleg tilfinning að spila þarna. Ég spilaði þarna í tvö ár og naut tímans þar. Það verður algjör draumur að koma þangað aftur," sagði Van der Vaart.
„Það er enginn pressa á okkur. Við getum spilað okkar leik og við eigum möguleika á því að komast áfram," sagði Rafael van der Vaart að lokum.
Van der Vaart: Var að vona að við myndum mæta Real
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

