Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2011 19:15 Wesley Sneijder Mynd/AP Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. Liðsmenn Bayern náðu því ekki að hefna fyrir tapið á móti Internazionale í úrslitsleik Meistaradeildarinnar síðasta vor og eru auk þess úr leik í öllum keppnum. Þeir sofna væntanlega seint í kvöld enda fengu þeir fjölda dauðafæra í þessum leik. Samuel Eto'o kom Inter í 1-0 eftir aðeins rúmar þrjár mínútur þegar hann slapp í gegn eftir stungusendingu frá Goran Pandev. Í endursýningunni sást þá að markið átti ekki að standa því Eto'o var rangstæður. Bayern-mönnum tókst hinsvegar að jafna leikinn á 21. mínútu. Líkt og í fyrri leiknum var það Mario Gomez sem var á réttum stað eftir mistök Júlio César í marki Inter. Júlio César missti klaufalega frá sér skot Arjen Robben og Gomez náði frákastinu og lyfti boltanum aftur fyrir sig og í markið. Þetta var áttunda markið mark Gomez í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Arjen Robben var einnig maðurinn á bak við það þegar Thomas Müller kom Bayern yfir í 2-1 á 31. mínútu. Müller slapp í gegn eftir sendingu Robben sem fór af varnarmanni og lyfti boltanum snilldarlega yfir Júlio César í markinu. Bayern hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Júlio César varði frábærlega frá Franck Ribery sem var sloppinn í gegn og Andrea Ranocchia bjargaði síðan naumlega á marklínu eftir að Gomez hafði komið boltanum framhjá Júlio César. Müller pressaði Ranocchia og boltinn fór af honum í stöngina og út í teiginn. Inter-menn gáfustu ekki upp og á meðan Bayern nýtti ekki færin sín þá var enn möguleiki. Hollendingurinn Wesley Sneijder náði að jafna leikinn með þrumuskoti á 63. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Eto'o. Það var síðan Goran Pandev sem kom Inter í 3-2 á 88. mínútu með flottu skoti eftir frábæran undirbúning frá Samuel Eto'o sem átti þátt í öllum þremur mörkum Inter. Það virtist fátt benda til þess að Inter væri að fara áfram eftir að liðið slapp inn í hálfleik, 1-2 undir, en í seinni hálfleiknum tókst liðinu að vinna sig inn í leikinn og skora mörkin tvö sem dugðu til að tryggja þeim sætið í átta liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. Liðsmenn Bayern náðu því ekki að hefna fyrir tapið á móti Internazionale í úrslitsleik Meistaradeildarinnar síðasta vor og eru auk þess úr leik í öllum keppnum. Þeir sofna væntanlega seint í kvöld enda fengu þeir fjölda dauðafæra í þessum leik. Samuel Eto'o kom Inter í 1-0 eftir aðeins rúmar þrjár mínútur þegar hann slapp í gegn eftir stungusendingu frá Goran Pandev. Í endursýningunni sást þá að markið átti ekki að standa því Eto'o var rangstæður. Bayern-mönnum tókst hinsvegar að jafna leikinn á 21. mínútu. Líkt og í fyrri leiknum var það Mario Gomez sem var á réttum stað eftir mistök Júlio César í marki Inter. Júlio César missti klaufalega frá sér skot Arjen Robben og Gomez náði frákastinu og lyfti boltanum aftur fyrir sig og í markið. Þetta var áttunda markið mark Gomez í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Arjen Robben var einnig maðurinn á bak við það þegar Thomas Müller kom Bayern yfir í 2-1 á 31. mínútu. Müller slapp í gegn eftir sendingu Robben sem fór af varnarmanni og lyfti boltanum snilldarlega yfir Júlio César í markinu. Bayern hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Júlio César varði frábærlega frá Franck Ribery sem var sloppinn í gegn og Andrea Ranocchia bjargaði síðan naumlega á marklínu eftir að Gomez hafði komið boltanum framhjá Júlio César. Müller pressaði Ranocchia og boltinn fór af honum í stöngina og út í teiginn. Inter-menn gáfustu ekki upp og á meðan Bayern nýtti ekki færin sín þá var enn möguleiki. Hollendingurinn Wesley Sneijder náði að jafna leikinn með þrumuskoti á 63. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Eto'o. Það var síðan Goran Pandev sem kom Inter í 3-2 á 88. mínútu með flottu skoti eftir frábæran undirbúning frá Samuel Eto'o sem átti þátt í öllum þremur mörkum Inter. Það virtist fátt benda til þess að Inter væri að fara áfram eftir að liðið slapp inn í hálfleik, 1-2 undir, en í seinni hálfleiknum tókst liðinu að vinna sig inn í leikinn og skora mörkin tvö sem dugðu til að tryggja þeim sætið í átta liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00