Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2011 19:00 Javier Hernandez Mynd/AP Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. Manchester United hafði leikið 24 heimaleiki í röð án taps og hafði heldur ekki tapað fyrir frönsku liði á Old Trafford. Það breyttist heldur ekki í kvöld þótt að United hafði spilað án beggja aðalmiðvarða sinni og misst báða bakverði sína meidda af velli. Javier Hernández fékk stóra tækifærið hjá Alex Ferguson og var búinn að koma Manchester United í 1-0 eftir fimm mínútur. Markið kom eftir undirbúning Ryan Giggs og sendingu frá Wayne Rooney en Hernández þurfti bara að setja boltann í tómt mark. Manchester United var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en Marseille fékk engu að síður tvö mjög góð færi í hálfleiknum sem hefði getað orðið United-liðinu dýrkeypt. Andre-Pierre Gignac fékk dauðafæri skömmu eftir markið en lyfti þá boltanum hátt yfir markið og á 36. mínútu fengu Frakkarnir annað fínt færi þegar Souleymane Diawara skallaði framhjá eftir fyrirgjöf frá Taye Taiwo. Marseille þurfti bara að skora eitt mark á meðan að United var bara með eins marks forskot en það breyttist á 75. mínútu þegar Javier Hernández var aftur réttur maður á réttum stað í markteignum og skoraði eftir flotta sendingu frá Ryan Giggs. Marseille fékk síðan góða hjálp á 82. mínútu þegar Wes Brown var fyrir því ólani að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu frá Matthieu Valbuena. Það stefndi því í taugatrekkjandi lokamínútur því aftur þurftu Frakkarnir bara að skora eitt mark. Manchester United liðið hélt hinsvegar út og tryggði sér sigurinn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15 Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23 Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. Manchester United hafði leikið 24 heimaleiki í röð án taps og hafði heldur ekki tapað fyrir frönsku liði á Old Trafford. Það breyttist heldur ekki í kvöld þótt að United hafði spilað án beggja aðalmiðvarða sinni og misst báða bakverði sína meidda af velli. Javier Hernández fékk stóra tækifærið hjá Alex Ferguson og var búinn að koma Manchester United í 1-0 eftir fimm mínútur. Markið kom eftir undirbúning Ryan Giggs og sendingu frá Wayne Rooney en Hernández þurfti bara að setja boltann í tómt mark. Manchester United var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en Marseille fékk engu að síður tvö mjög góð færi í hálfleiknum sem hefði getað orðið United-liðinu dýrkeypt. Andre-Pierre Gignac fékk dauðafæri skömmu eftir markið en lyfti þá boltanum hátt yfir markið og á 36. mínútu fengu Frakkarnir annað fínt færi þegar Souleymane Diawara skallaði framhjá eftir fyrirgjöf frá Taye Taiwo. Marseille þurfti bara að skora eitt mark á meðan að United var bara með eins marks forskot en það breyttist á 75. mínútu þegar Javier Hernández var aftur réttur maður á réttum stað í markteignum og skoraði eftir flotta sendingu frá Ryan Giggs. Marseille fékk síðan góða hjálp á 82. mínútu þegar Wes Brown var fyrir því ólani að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu frá Matthieu Valbuena. Það stefndi því í taugatrekkjandi lokamínútur því aftur þurftu Frakkarnir bara að skora eitt mark. Manchester United liðið hélt hinsvegar út og tryggði sér sigurinn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15 Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23 Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15
Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23
Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14