Handbolti

Króatía og Ungverjaland fyrst til að tryggja sig á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ivano Balic, Króatinn sterki.
Ivano Balic, Króatinn sterki. Mynd/Valli
Spilað var í öllum riðlum í undankeppni EM 2012 um helgina en lið Króatíu og Ungverjalands urðu fyrstu liðin til að tryggja sér farseðilinn til Serbíu.

Serbar, gestgjafar, og Frakkar, ríkjandi meistarar, þurfa vitanlega ekki að taka þátt í undankeppninni en annars er keppt um fjórtán laus sæti í sjö riðlum.

Króatar eru greinilega búnir að jafna sig á vonbrigðunum á HM í Svíþjóð þar sem að liðinu mistókst að komast í undanúrslit eins og það stefndi á. Þeir unnu í dag tveggja marka sigur á Spánverjum, 23-21, á heimavelli.

Þessi sömu lið mættust á Spáni fyrr vikunni og þá höfðu Króatar einnig betur. Spánverjar unnu til bronsverðlauna á HM í Svíþjóð en ættu samt að vera nokkuð öruggir um að komast á EM í Serbíu enda í nokkuð léttum riðli.

Í 1. riðli unnu Ungverjar þriggja marka sigur á Makedóníu á heimavelli, 29-26, og tryggðu sér þar með farseðilinn til Serbíu. Ungverjaland er með fullt hús stiga á toppi riðilsins.

Úrslit helgarinnar og staðan í riðlunum:

1. riðill:

Bosnía - Eistland 21-23

Ungverjaland - Makedónía 29-26

Staðan: Ungverjaland 8 stig, Eistland 4, Makedónía 3, Bosnía 1.

2. riðill:

Krótía - Spánn 23-21

Rúmenía - Litháen 25-27

Staðan: Króatía 8 stig, Spánn 4, Litháen 4, Rúmenía 0.

3. riðill:

Pólland - Slóvenía 32-27

Úkraína - Portúgal 29-25

Staðan: Slóvanía 6 stig, Pólland 4, Portúgal 3, Úkraína 2.

4. riðill:

Svartfjallaland - Ísrael 36-27

Svíþjóð - Slóvakía 26-21

Staðan: Slóvakía 6 stig, Svíþjóð 6, Svartfjalland 2, Ísrael 2.

5. riðill:

Austurríki - Lettland 34-24

Þýskaland - Ísland 39-28

Staðan: Austurríki 7 stig, Þýskaland 5, Ísland 4, Lettland 0.

6. riðill:

Holland - Grikkland 30-30

Noregur - Tékkland 24-22

Staðan: Tékkland 6 stig, Noregur 6, Grikkland 3, Holland 1.

7. riðill:

Danmörk - Rússland 36-29

Hvíta-Rússland - Sviss 26-24

Staðan: Danmörk 6 stig, Rússland 6, Hvíta-Rússland 4, Sviss 0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×