Frábær sigur U-21 árs liðsins gegn Englandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. mars 2011 20:41 Íslensku strákarnir fagna sigurmarki Hólmars Arnar í kvöld. Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu sýndi enn eina ferðina í kvöld hvers það er megnugt. Þá gerðu strákarnir sér lítið fyrir og lögðu England á útivelli, 1-2. Enska liðið byrjaði leikinn mikið betur. Réði spilinu á meðan íslenska liðinu gekk illa að halda boltanum. Eftir aðeins þrettán mínútna leik kom Nathan Delfouneso, leikmaður Burnley, enska liðinu yfir. Hann fékk þá magnaða stungusendingu sem hann kláraði örugglega. Íslenska liðið komst betur inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn og fór að gera sig líklegt. Þrem mínútum fyrir leikhlé náðu strákarnir að jafna. Alfreð Finnbogason átti þá frábæra stungusendingu á Arnór Smárason og hann kláraði færið með stæl. Virkilega vel gert og 1-1 í hálfleik. Íslensku strákarnir mættu fullir sjálfstrausts til síðari hálfleiks og sóknarleikur liðsins enn markvissari. Sem fyrr var Alfreð Finnbogason arkitektinn að flestum sóknum íslenska liðsins. 25 mínútum fyrir leikslok komst Ísland síðan yfir er Hólmar Örn Eyjólfsson skallaði boltann glæsilega í netið eftir hornspyrnu. Afar smekklega gert. Korteri fyrir leikslok fékk Björn Bergmann Sigurðarson frábært tækifæri til þess að klára leikinn. Alfreð átti þá enn eina gullsendinguna, Björn einn gegn markmanni en hann lét verja frá sér. Enska liðið sótti nokkuð stíft undir lokin, þjarmaði að íslenska markinu en baráttuglaðir Íslendingar héldu þeim í skefjum og fögnuðu sætum sigri. Íslenski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu sýndi enn eina ferðina í kvöld hvers það er megnugt. Þá gerðu strákarnir sér lítið fyrir og lögðu England á útivelli, 1-2. Enska liðið byrjaði leikinn mikið betur. Réði spilinu á meðan íslenska liðinu gekk illa að halda boltanum. Eftir aðeins þrettán mínútna leik kom Nathan Delfouneso, leikmaður Burnley, enska liðinu yfir. Hann fékk þá magnaða stungusendingu sem hann kláraði örugglega. Íslenska liðið komst betur inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn og fór að gera sig líklegt. Þrem mínútum fyrir leikhlé náðu strákarnir að jafna. Alfreð Finnbogason átti þá frábæra stungusendingu á Arnór Smárason og hann kláraði færið með stæl. Virkilega vel gert og 1-1 í hálfleik. Íslensku strákarnir mættu fullir sjálfstrausts til síðari hálfleiks og sóknarleikur liðsins enn markvissari. Sem fyrr var Alfreð Finnbogason arkitektinn að flestum sóknum íslenska liðsins. 25 mínútum fyrir leikslok komst Ísland síðan yfir er Hólmar Örn Eyjólfsson skallaði boltann glæsilega í netið eftir hornspyrnu. Afar smekklega gert. Korteri fyrir leikslok fékk Björn Bergmann Sigurðarson frábært tækifæri til þess að klára leikinn. Alfreð átti þá enn eina gullsendinguna, Björn einn gegn markmanni en hann lét verja frá sér. Enska liðið sótti nokkuð stíft undir lokin, þjarmaði að íslenska markinu en baráttuglaðir Íslendingar héldu þeim í skefjum og fögnuðu sætum sigri.
Íslenski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira