Kynja-Kiljan Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 21. mars 2011 10:46 390 orða pláss er of stutt fyrir málefni sem er milljónfalt stærra. Ég tæpi því á örfáu. Tilefnið er grein sem hópur fólks birti í Fréttatímanum í síðustu viku og fjallaði um kynjahlutfall í viðfangsefnum bókmenntaþáttarins Kiljunnar í umsjá Egils Helgasonar. Færslur voru skoðaðar þar sem viðfangsefni, bæði viðmælendur og það sem þeir ræddu um, hafði verið fært til bókar. Samkvæmt niðurstöðum voru 77% þeirra sem fengu umfjöllun í Kiljunni, í 78 þáttum, karlar. Það má deila á þessa aðferðafræði þótt ég efi ekki niðurstöður. Kiljan hefur vísun bæði í nútíð og þátíð. Þátíðin er karllæg, þar sem þjóðfélagslegar aðstæður buðu konum oft hvorki tækifæri né tíma til þátttöku í bókmenntum . Góður þáttur Sigríðar Pétursdóttur, Kvika, er í eftirlæti undirritaðrar. Kvikmyndasagan er hins vegar sama marki brennd og bókmenntafortíðin; karlmenn eru þar í aðalhlutverki og þrátt fyrir mjög góða þátttöku kvenna í setti Sigríðar eru karlmenn þar eflaust í meirihluta séu viðfangsefnin dregin með í sama pott með sama hætti. Enda er það gott. Það er gott að skoða kvikmynda- og bókmenntasöguna og átta sig á því sem hefur unnist síðan bara fyrir fimmtíu árum. Sagnfræðin er mikilvæg til að kenna okkur hvernig gera má betur í dag en í gær, þótt endalaust megi deila um hversu mikið eða lítið bókmenntaþættir eigi að sinna fortíð í hlutfalli við nútíð, það er svo önnur umræða. Fljótlegast í þessu öllu, er að líta hvorki til hægri né vinstri og beina spjótum að þáttastjórnandanum. Ég held þetta sé hins vegar kjörið tækifæri til að staldra við og velta við margfalt fleiri steinum. Í hvaða röð viljum við breyta þessu - eigum við að byrja á egginu eða hænunni. Ef Egill er bakarinn eru bókaútgefendur smiðirnir, sem stjórna því hvað kemur út. Bókatíðindi síðasta árs hljóta að gefa eitthvað til kynna þar. Lauslegur útreikningur, þar sem farið er yfir listann yfir íslenska höfunda í öllum bókaflokkum gefa til kynna að hlutfall kvenna í útgáfu síðasta árs sé 36%. Frá þessum steini er svo hægt að fara að næsta og þeim þarnæsta. Mikilvægast er að yfirgefa ekki þetta átakasvæði og tilltektin þarf líka að fara fram í okkar heimahögum. Sjálf þarf ég að skoða niðurstöður umræðna helstu blaðakvenna heims sem sýna að skrif blaðakvenna eru að megninu til um "mýkri" málefnin en ekki af vettvangi stjórnmála og efnahagsmála. Fréttablaðið er þar eflaust engin undantekning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
390 orða pláss er of stutt fyrir málefni sem er milljónfalt stærra. Ég tæpi því á örfáu. Tilefnið er grein sem hópur fólks birti í Fréttatímanum í síðustu viku og fjallaði um kynjahlutfall í viðfangsefnum bókmenntaþáttarins Kiljunnar í umsjá Egils Helgasonar. Færslur voru skoðaðar þar sem viðfangsefni, bæði viðmælendur og það sem þeir ræddu um, hafði verið fært til bókar. Samkvæmt niðurstöðum voru 77% þeirra sem fengu umfjöllun í Kiljunni, í 78 þáttum, karlar. Það má deila á þessa aðferðafræði þótt ég efi ekki niðurstöður. Kiljan hefur vísun bæði í nútíð og þátíð. Þátíðin er karllæg, þar sem þjóðfélagslegar aðstæður buðu konum oft hvorki tækifæri né tíma til þátttöku í bókmenntum . Góður þáttur Sigríðar Pétursdóttur, Kvika, er í eftirlæti undirritaðrar. Kvikmyndasagan er hins vegar sama marki brennd og bókmenntafortíðin; karlmenn eru þar í aðalhlutverki og þrátt fyrir mjög góða þátttöku kvenna í setti Sigríðar eru karlmenn þar eflaust í meirihluta séu viðfangsefnin dregin með í sama pott með sama hætti. Enda er það gott. Það er gott að skoða kvikmynda- og bókmenntasöguna og átta sig á því sem hefur unnist síðan bara fyrir fimmtíu árum. Sagnfræðin er mikilvæg til að kenna okkur hvernig gera má betur í dag en í gær, þótt endalaust megi deila um hversu mikið eða lítið bókmenntaþættir eigi að sinna fortíð í hlutfalli við nútíð, það er svo önnur umræða. Fljótlegast í þessu öllu, er að líta hvorki til hægri né vinstri og beina spjótum að þáttastjórnandanum. Ég held þetta sé hins vegar kjörið tækifæri til að staldra við og velta við margfalt fleiri steinum. Í hvaða röð viljum við breyta þessu - eigum við að byrja á egginu eða hænunni. Ef Egill er bakarinn eru bókaútgefendur smiðirnir, sem stjórna því hvað kemur út. Bókatíðindi síðasta árs hljóta að gefa eitthvað til kynna þar. Lauslegur útreikningur, þar sem farið er yfir listann yfir íslenska höfunda í öllum bókaflokkum gefa til kynna að hlutfall kvenna í útgáfu síðasta árs sé 36%. Frá þessum steini er svo hægt að fara að næsta og þeim þarnæsta. Mikilvægast er að yfirgefa ekki þetta átakasvæði og tilltektin þarf líka að fara fram í okkar heimahögum. Sjálf þarf ég að skoða niðurstöður umræðna helstu blaðakvenna heims sem sýna að skrif blaðakvenna eru að megninu til um "mýkri" málefnin en ekki af vettvangi stjórnmála og efnahagsmála. Fréttablaðið er þar eflaust engin undantekning.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun