Umfjöllun: UMFA í umspil eftir sigur á meisturunum - Selfoss fallið Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 31. mars 2011 20:17 Fréttablaðið/Vilhelm Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Selfoss er því fallið í 1. deildina en UMFA spilar við liðin í 2-4 sæti 1. deildar um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Fyrri hálfleikur var ekki vel leikinn. Akureyri hvíldi sterka varnarmenn á borð við Guðlaug Arnarsson og Hörð Fannar Sigþórsson og lágvaxin vörnin spilaði 3-2-1 í upphafi leiks. Markmennirnir, Sveinbjörn Pétursson og Hafþór Einarsson, voru lengi í gang. Liðin skoruðu af vild og Akureyri var skrefinu á undan. Þegar Hafþór loksins datt í gang varði hann mjög vel og kom Aftureldingu yfir. Hann má bölva sóknarleik liðsins sem var afleitur á köflum. Menn hentu boltanum útaf ítrekað, gripu ekki einfaldar sendingar og misstu boltann klaufalega úr höndunum upp úr þurru í hraðaupphlaupum. Staðan var 8-9 í 8 mínútur en Afturelding leiddi svo 11-13 í hálfleik. Halldór Logi var mjög sterkur hjá Akureyri sem leyfði ungum mönnum að spreyta sig en Hafþór bar af í liði Aftureldingar, sem hefði hæglega getað skotist lengra fram úr. Bæði lið héldu áfram að gera mistök í seinni hálfleiknum. Afturelding gerði þó vel í að halda forskoti sínu, það var 2-3 mörk. Hafþór varði áfram vel en sóknir liðanna voru lamaðar. Um miðjan hálfleikinn skorai Akureyri þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn í 16-16. Lítið skorað enda báðir markmenn vel vakandi. Lokamínúturnar voru spennandi en Hafþór sá til þess að Akureyri komst ekki yfir. Afturelding landaði frábærum sigri 21-24. Hafþór Einarsson klárlega maður leiksins en Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri.Akureyri - Afturelding 21 - 24 (11-13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/4 (17/6), Oddur Gretarsson 3/2 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Daníel Einarsson 2 (4), Halldór Logi Árnason 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (32) 44%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Bergvin, Halldór, Bjarni 2)Fiskuð víti: 8 Halldór 4, Bjarni 2, Bergvin, Heimir).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 6 (9), Sverrir Hermannsson 6 (9), Bjarni Aron Þórðarson 3/1 (8), Reynir Árnason 3 (4), Ásgeir Jónsson 2 (2), Arnar Theódórsson 2 (3), Jóhann Jóhannsson 2 (6), Daníel Jónsson 0 (2), Hilmar Stefánsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 26/2 (46) 57%, Smári Guðfinnsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 2 (Þrándur 2)Fiskuð víti: 2 (Daníel, Bjarni).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Valgeir Ómarsson. Ágætir, full smámunasamir á kostnað hraða leiksins. Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Sjá meira
Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Selfoss er því fallið í 1. deildina en UMFA spilar við liðin í 2-4 sæti 1. deildar um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Fyrri hálfleikur var ekki vel leikinn. Akureyri hvíldi sterka varnarmenn á borð við Guðlaug Arnarsson og Hörð Fannar Sigþórsson og lágvaxin vörnin spilaði 3-2-1 í upphafi leiks. Markmennirnir, Sveinbjörn Pétursson og Hafþór Einarsson, voru lengi í gang. Liðin skoruðu af vild og Akureyri var skrefinu á undan. Þegar Hafþór loksins datt í gang varði hann mjög vel og kom Aftureldingu yfir. Hann má bölva sóknarleik liðsins sem var afleitur á köflum. Menn hentu boltanum útaf ítrekað, gripu ekki einfaldar sendingar og misstu boltann klaufalega úr höndunum upp úr þurru í hraðaupphlaupum. Staðan var 8-9 í 8 mínútur en Afturelding leiddi svo 11-13 í hálfleik. Halldór Logi var mjög sterkur hjá Akureyri sem leyfði ungum mönnum að spreyta sig en Hafþór bar af í liði Aftureldingar, sem hefði hæglega getað skotist lengra fram úr. Bæði lið héldu áfram að gera mistök í seinni hálfleiknum. Afturelding gerði þó vel í að halda forskoti sínu, það var 2-3 mörk. Hafþór varði áfram vel en sóknir liðanna voru lamaðar. Um miðjan hálfleikinn skorai Akureyri þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn í 16-16. Lítið skorað enda báðir markmenn vel vakandi. Lokamínúturnar voru spennandi en Hafþór sá til þess að Akureyri komst ekki yfir. Afturelding landaði frábærum sigri 21-24. Hafþór Einarsson klárlega maður leiksins en Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri.Akureyri - Afturelding 21 - 24 (11-13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/4 (17/6), Oddur Gretarsson 3/2 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Daníel Einarsson 2 (4), Halldór Logi Árnason 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (32) 44%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Bergvin, Halldór, Bjarni 2)Fiskuð víti: 8 Halldór 4, Bjarni 2, Bergvin, Heimir).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 6 (9), Sverrir Hermannsson 6 (9), Bjarni Aron Þórðarson 3/1 (8), Reynir Árnason 3 (4), Ásgeir Jónsson 2 (2), Arnar Theódórsson 2 (3), Jóhann Jóhannsson 2 (6), Daníel Jónsson 0 (2), Hilmar Stefánsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 26/2 (46) 57%, Smári Guðfinnsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 2 (Þrándur 2)Fiskuð víti: 2 (Daníel, Bjarni).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Valgeir Ómarsson. Ágætir, full smámunasamir á kostnað hraða leiksins.
Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Sjá meira