Steinþór Freyr Þorsteinsson er orðinn ljósblár því þessi fyrrum Stjörnumaður búinn að semja við norska b-deildarliðið Sandnes Ulf til loka ársins 2011. Steinþór hefur verið að leita sér að liði síðan að sænska liðið Örgryte varð gjaldþrota á dögunum. Þetta er staðfest á heimasíðu Sandnes.
„Sandnes Ulf lítur út fyrir að vera spennandi klúbbur með mikinn metnað. Þetta er góður staður fyrir mig til þess að bæta mig sem leikmann," sagði Steinþór í viðtali á heimasíðu Sandnes Ulf.
Í fréttinni um Steinþór kemur fram að hann geti spilað á báðum vængjum og sé sterkur og fljótur leikmaður. „Við erum búnir að finna góða lausn fyrir okkur, bæði knattspyrnulega og peningalega," sagði framkvæmdastjóri félagsins Tom Rune Espedal.
Steinþór skoraði 2 mörk í 9 leikjum með Örgryte í sænsku b-deildinni á síðasta tímabili eftir að hafa komið þangað frá Stjörnunni í júlí.
Sandnes endaði í 13. sæti af 16 liðum í norsku b-deildinni á síðasta tímabili og rétt slapp við fall eftir að hafa unnið c-deildina sumarið á undan.
Steinþór búinn að semja við norska liðið Sandnes
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn