Steinþór Freyr Þorsteinsson er orðinn ljósblár því þessi fyrrum Stjörnumaður búinn að semja við norska b-deildarliðið Sandnes Ulf til loka ársins 2011. Steinþór hefur verið að leita sér að liði síðan að sænska liðið Örgryte varð gjaldþrota á dögunum. Þetta er staðfest á heimasíðu Sandnes.
„Sandnes Ulf lítur út fyrir að vera spennandi klúbbur með mikinn metnað. Þetta er góður staður fyrir mig til þess að bæta mig sem leikmann," sagði Steinþór í viðtali á heimasíðu Sandnes Ulf.
Í fréttinni um Steinþór kemur fram að hann geti spilað á báðum vængjum og sé sterkur og fljótur leikmaður. „Við erum búnir að finna góða lausn fyrir okkur, bæði knattspyrnulega og peningalega," sagði framkvæmdastjóri félagsins Tom Rune Espedal.
Steinþór skoraði 2 mörk í 9 leikjum með Örgryte í sænsku b-deildinni á síðasta tímabili eftir að hafa komið þangað frá Stjörnunni í júlí.
Sandnes endaði í 13. sæti af 16 liðum í norsku b-deildinni á síðasta tímabili og rétt slapp við fall eftir að hafa unnið c-deildina sumarið á undan.
Steinþór búinn að semja við norska liðið Sandnes
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


„Manchester er heima“
Enski boltinn




„Verð aldrei trúður“
Fótbolti