Verðbólga heldur áfram að aukast á evrusvæðinu 15. apríl 2011 12:18 Samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,7% að meðaltali á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu. Er verðbólgan að aukast á svæðinu en í febrúar var hún 2,4%. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að verðbólgan er nokkuð meiri ef miðað er við allt Evrópska efnahagssvæðið (EES), en í mars nam hún 3,1% en hafði verið 2,9% mánuðinn á undan. Líkt og undanfarna mánuði á þessi tólf mánaða hækkun á samræmdu vísitölunni í mars síðastliðnum rætur sínar að rekja til hækkunar orkuverðs á tímabilinu. Þannig hefur liðurinn ferðir og flutningar hækkað mest (um 5,6%) á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu en einnig hefur töluverð hækkun verið á húsaleigu, hita og rafmagni (5,1%) og svo áfengi og tóbaki (3,6%). Þannig má rekja þessa hækkun til eldsneytisverðs (+0,60 prósentustig í vísitölunni), olíu til hitunar (+0,24) og rafmagns og gas (+0,10) en þessir þættir höfðu mestu hækkunaráhrifin á tímabilinu. Er þessi aukning verðbólgunnar því augljóslega ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu í ríkjum evrusvæðisins, eða EES í heild. Af löndum EES var verðbólgan mest í mars í Rúmeníu (8,0%), næstmest í Eistlandi (5,1%) og þriðja mest í Búlgaríu (4,6%) og Ungverjalandi (4,6%). Að þessu sinni var verðbólgan minnst í Noregi (0,9%) og svo í Sviss (1,0%). Verðbólgan hér á landi miðað við samræmdu vísitöluna mældist 2,3% í mars og er þar með óbreytt frá því í febrúar. Þetta er í þriðji mánuðurinn í röð síðan í janúar árið 2008 sem verðbólgan hér á landi mælist undir meðalverðbólgu í ríkjum EES. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,7% að meðaltali á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu. Er verðbólgan að aukast á svæðinu en í febrúar var hún 2,4%. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að verðbólgan er nokkuð meiri ef miðað er við allt Evrópska efnahagssvæðið (EES), en í mars nam hún 3,1% en hafði verið 2,9% mánuðinn á undan. Líkt og undanfarna mánuði á þessi tólf mánaða hækkun á samræmdu vísitölunni í mars síðastliðnum rætur sínar að rekja til hækkunar orkuverðs á tímabilinu. Þannig hefur liðurinn ferðir og flutningar hækkað mest (um 5,6%) á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu en einnig hefur töluverð hækkun verið á húsaleigu, hita og rafmagni (5,1%) og svo áfengi og tóbaki (3,6%). Þannig má rekja þessa hækkun til eldsneytisverðs (+0,60 prósentustig í vísitölunni), olíu til hitunar (+0,24) og rafmagns og gas (+0,10) en þessir þættir höfðu mestu hækkunaráhrifin á tímabilinu. Er þessi aukning verðbólgunnar því augljóslega ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu í ríkjum evrusvæðisins, eða EES í heild. Af löndum EES var verðbólgan mest í mars í Rúmeníu (8,0%), næstmest í Eistlandi (5,1%) og þriðja mest í Búlgaríu (4,6%) og Ungverjalandi (4,6%). Að þessu sinni var verðbólgan minnst í Noregi (0,9%) og svo í Sviss (1,0%). Verðbólgan hér á landi miðað við samræmdu vísitöluna mældist 2,3% í mars og er þar með óbreytt frá því í febrúar. Þetta er í þriðji mánuðurinn í röð síðan í janúar árið 2008 sem verðbólgan hér á landi mælist undir meðalverðbólgu í ríkjum EES.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira